Hver er með Jón Ásgeir og Forsetann á heilanum?

Hvernig er það að þeir sem helriðu íslensku þjóðinni og svo hent út í búsáhaldabyltingunni eru að skrifa sögu hrunsins í Berlinske Tidende? Er það vegna þess að engin hlustar á þá á Íslandi?

Getur verið að Davíð Oddsson ráði ennþá hverjir eru rannsakaðir og hverjir ekki?

Getur verið að þó að ný ríkisstjórn hafi komist til valda, að Davíð ráði ennþá í skuggunum, að þjónkunarþráin sé svo sterk i skuggahirðinni að hún rannsaki aðeins það sem Davíð vill rannsakað?

Hvaðan komu "upplýsingarnar" í greininni um að Jón Ásgeir sé óvinur heimsins númer eitt?

Það er augljóst að nú stendur yfir valdabarátta á Íslandi, annars vegar lýðræðislega kosin stjórnvöld og hinsvegar skuggavöldin sem finnst þau eiga þjóðina.

Lykilsetningarnar í greininni eru : "For få år siden blev den islandske model og landets storinvestorer hyldet af præsidenten". Og seinna: "Det enkle svar er, at Kroll er hyret af islandske Glitnir, husbank for Magasin ejer Jon Asgeir indtil efterårets kollaps".

Svo hér er gáta. Fyrir rétt svar færðu eins mikið af skuldabréfum í gömlu bönkunum og þú getur keyrt í vörubílnum hans Sturlu. Hver er með Jón Ásgeir og Forsetann á heilanum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband