Seinni heimsstyrjöldin.

image001Já hvað ef að Patton hefði lifað seinni heimstyrjöldina? Hefði það breytt öllu?Hafa einstaklingar áhrif á söguna?

Eitt víst bandarískir hershöfðingjar seinni heimstyrjaldarinnar höfðu gífurleg áhrif á okkar tíma, þeir sem sköpuðu okkar raunveruleika.  

Einhverstaðar las ég að Roosevelt Bandaríkjaforseti hefði sent skipanir til hershöfðingja sinna en þeir stungið þeim ofan í skúffu og gert eins og þeir vildu.  

Sumir vita Truman sem  var varaforseti Roosevelt og tók við þegar hann lést, kallaði hershöfðingjann MacArthur heim frá Kóreustríðinu, en hann vildi nota kjarnorkuvopn á herdeildir Kínverja sem börðust með kommúnistum í Kóreu. Í dag skilja fáir hvað Mac Arthur var vinsæll og hversu djúpstæður þessir ágreiningur var í bandarísku þjóðfélagi.  

Til að skilja seinni heimstyrjöldina og hlutverk bandaríska hersins í henni, verður að skilja ástandið í Bandaríkjunum á milli stríðsáranna og að Bandaríkjamenn lögðu herinn nærri niður. Hershöfðingjarnir sem síðan tóku þátt í seinni heimstyrjöldinni, ólust í  upp her sem var á horreiminni. 

 Og hvers vegna þessi skrif um bandaríska hershöfðingja? Vegna þess að ég trúi því að þeir hafi mótað þann heim sem við höfum í dag og gleymum ekki hershöfðingja Marshall sem setti saman áætlun til þess að byggja upp herhrjáða Evrópu og Ísland í leiðinni.

Mac Arthur stjórnaði herteknu Japan eftir stríðið alveg til 1951. Svo hafa einstaklingar áhrif á söguna? IMG_9942


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hvernig væri sagan ef BNA hefðu notað kjarnorkuvopn gegn Kínverskum herdeildum?

Ólafur Þórðarson, 10.8.2007 kl. 10:39

2 Smámynd: Fríða Eyland

Bara að kvitta, var að lesa sjúkraskýrslur Kjarvals. 

Til lukku með gott gengi í hrossaræktinni. 

Fríða Eyland, 21.9.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband