10.6.2009 | 09:08
Já var það ekki!
Svo sannleikurinn er afstæður á Íslandi.
Ég las bókina 1984 sem barn en skildi ekki mikið, hugtökin mér gjörsamlega framandi sem Íslendingi. Ég held að ég hafi lesið bókina sem spennusögu en með þroska skilið hana smátt og smátt og er enn að skilja. Hún svo mikið listaverk að það er hægt að lesa hana bæði sem harmleik einstaklings og ádeilu á tilveru okkar.
Einu sinni gaf ég konunni bók með öllum skrifum George Orwell og las svo sjálfur. Mikið þurfum við einhvern sem getur sagt okkur hvað er að gerast, skilgreining Matthíasar á "góða og vonda auðvaldinu" ekki nóg.
Mikið vildi ég vera maður sem gæti séð okkar tíma eins og Orwell sá sinn og sagt frá þeim skilningi á máli sem allir skilja.
Við erum á leið inn í nýja tíma en höfum ekki hugmynd hvernig þeir verða, hvort auðvaldið verður okkar þjónn eða við þess. Hvort að þeir sem eiga skuldir þjóðarinnar munu taka sjálfstæðið fyrir.
Hvort að augljósar lygar og blekkingar þeirra sem fóru með völdin verða vegvísir um betra samfélag eða bara vísbending um að við verðum alltaf misnotuð. Eins og hafrar Þórðs, slátrað að kveldi og étin.
Lifið heil. Ingimundur Kjarval
Tilkynntu um lausn í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.