8.6.2009 | 17:09
Hvernig hin íslenska lopapeysa varð til.
Eins og sumir vita var Louisa Matthíasdóttir listmálari tengdamóðir mín. En fjölskyldusaga gengur út á að hún hafi prjónað fyrstu lopapeysuna með munstrinu sem síðan varð þessi fræga íslenska lopapeysa sem allir þekkja.
Hún byggt munstrið á grænlensku "anúrökkunum". Konan mín, dóttir hennar, líka listmálari fór svo lengra með þetta í sínum prjónaskap, prjónaði hesta, jafnvel kýr og kindur allt um kring í staðinn fyrir grænlenska munstrið á peysum sem hún prjónaði.
Temma konan mín, heklaði líka heilu teppin úr lopa. Eitt þeirra komst í hendurnar á Jackie Kennedy Onnasis sem var víst yfir sig hrifin segir sagan. Sel það ekki dýrara en ég heyrði á sínum tíma.
Fæstir á Íslandi vita að Louisa eða Úlla í fjölskyldunni, hannaði sín eigin föt og saumaði, mikið af þeim til. Við hjónin oft rætt að það eigi að setja upp sýningu með fötunum og tengja þau sjálfsmyndum sem hún málaði í þessum fötum. Einn daginn verður það að raunveruleika.
En þessi skrif um annað. Núna 18. júní verður víst tískusýning hér í Bandaríkjunum sem kallast "Runway Project" ef ég heyrði rétt. Henni verður sjónvarpað á rás sem kallast Bravó, meira veit ég ekki.
Þegar ég var á Manhattan um daginn sá ég auglýsingar um þessa sýningu á öllum strætisvögnum. Ekki að ég taki eftir auglýsingum um tískusýningar, bara að dæturnar bentu mér á þær.
Og hér er svo aðalfréttin, mér skilst að þessi sýning muni byggja á málverki eftir Louisu, sjálfmynd þar sem hún er í lopapeysu sem hún hannaði og prjónaði sjálf. Ekki að sú peysa sé á neinn hátt eins og venjuleg lopapeysa, meira eins og málverkin hennar. Svo ef þið biðjið fallega og hneigið ykkur, gæti meira en verið að ég setji inn mynd af þessu málverki.
Nú verðum við bara að vona að ég hafi ekki sagt meira en ég má, á það víst til samkvæmt einhverjum að tala um hluti sem ég á ekki að vera að tala um. En svona er þetta, inn um eyrað og út um munninn eða fingurna í þessu tilfelli.
Lifið heil. Ingimundur Kjarval.
![]() |
Íslenska sauðkindin í tísku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2009 | 01:47
Hver er með Jón Ásgeir og Forsetann á heilanum?
Hvernig er það að þeir sem helriðu íslensku þjóðinni og svo hent út í búsáhaldabyltingunni eru að skrifa sögu hrunsins í Berlinske Tidende? Er það vegna þess að engin hlustar á þá á Íslandi?
Getur verið að Davíð Oddsson ráði ennþá hverjir eru rannsakaðir og hverjir ekki?
Getur verið að þó að ný ríkisstjórn hafi komist til valda, að Davíð ráði ennþá í skuggunum, að þjónkunarþráin sé svo sterk i skuggahirðinni að hún rannsaki aðeins það sem Davíð vill rannsakað?
Hvaðan komu "upplýsingarnar" í greininni um að Jón Ásgeir sé óvinur heimsins númer eitt?
Það er augljóst að nú stendur yfir valdabarátta á Íslandi, annars vegar lýðræðislega kosin stjórnvöld og hinsvegar skuggavöldin sem finnst þau eiga þjóðina.
Lykilsetningarnar í greininni eru : "For få år siden blev den islandske model og landets storinvestorer hyldet af præsidenten". Og seinna: "Det enkle svar er, at Kroll er hyret af islandske Glitnir, husbank for Magasin ejer Jon Asgeir indtil efterårets kollaps".
Svo hér er gáta. Fyrir rétt svar færðu eins mikið af skuldabréfum í gömlu bönkunum og þú getur keyrt í vörubílnum hans Sturlu. Hver er með Jón Ásgeir og Forsetann á heilanum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)