Fyrsta folaldið.

Jæja þá kastaði Diva eftir tveggja ára bið. Ekki að hún hafi gengið með folaldið í tvö ár, aðeins 11 mánuði eins og merum er eðlilegt. Hún tók bara ekki í fyrra skiptið, líklega of ung. Í þetta skipti fékk ég þjónustu garðhestsins ókeypis, þó ég þyrfti að borga  uppihaldið heima hjá graðhestinun, vegna þess að ekkert gerðist árið áður.

Folaldið fæddist svo 30. apríl meðan ég var enn á Íslandi.

Diva er af góðum ættum og graðfolinn ekki verri, aldrei að vita hvað verður úr folaldinu, vonirnar að sjálfsögðu miklar.

           

Diva er dóttir Wonder sem vann sér lítið annað til frægðrar en að vera af góðum ættum, móðir hans verðlaunagripur þó ég viti ekki hvernig eða hvers vegna.

Lengra aftur í ættir kemur hesturinn Gdansk við sögu og faðir hans Bask, frægasti hestur pólskra arabahesta í Bandaríkjunum. Hvort sú frægð er verðskulduð eða auglýsingaskrum veit ég heldur ekki. Háir mér  í bransanum hvað ég hef lítið vit á honum. Samt vil ég trúa því að brjóstvitið og Íslendingurinn í mér hjálpi. Að með því að rækta þá við eins líkar aðstæður og íslenskir hestar eru ræktaðir sé hægt að byggja upp hestakyn sem flestir geti unnið með og haft ánægju af, ekki kappreiða né íþróttahesta heldur dýr sem venjulegt fólk getur notað. Þessir hestar eru ekki stórir en kraftmiklir.

Einhverstaðar las ég að þar sem þessi hestar voru ræktaðir í Póllandi hefði stóðið verið rekið út í  stórá á vorin til þess að drekkja þeim sem kæmust ekki yfir, kyninu  haldið hraustu þannig. Hvort þetta er satt veit ég ekki. En alla veganna þetta eru harðgerðar skepnur og standa úti allan veturinn.

baskbask5bask11Diva with foal. may 2. 2007 IIIDiva with foal II may 2. 2007 IIHér eru myndir af Divu og merarfolaldinu hennar teknar í dag. Hinar myndirnar af Bask þeim fræga hesti. Þið sjáið að gróðurinn er ekki kominn mikið lengra en í Reykjavík enda hefur vorið verið með eindæmum kalt.

Bloggfærslur 3. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband