15.6.2009 | 02:22
Elín Hirts segir að afi hafi "farið á kostum” árið 1968.
Ríkissjónvarpið falsaði kvikmyndatöku af afa til þess að reyna að sýna að hann
hefði farið á kostum árið 1968.
Viðtalið var í fréttaukanum sem var sýnt 31. maí síðastliðinn, hægt að nálgast það hér. Kaflinn um afa byrjar 23.15 mínútur inn í þáttinn.
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4465336/2009/05/31/
Fyrirsögn þáttarins Kjarval fer á kostum og svo er sýnt viðtal við virðulegt gamalmenni með tvo hatta, einn á höfðinu og hinn í höndunum. Hvað er klippt úr kvikmyndatökunni vitum við auðvitað ekki.
Fyrirsögnin Kjarval fer á kostum í anda bókarinnar 1984 eftir George Orwell, í mótsögn við það sem við sjáum og heyrum. Okkur sagt að Kjarval fari á kostum þó við sjáum annað beint fyrir framan okkur.
En ef það var ekki nóg til þess að sannfæra þig um að afi hefði farið á kostum árið 1968, þá er skeytt við kvikmyndum af afa frá fyrri árum án þess að segja að þær séu eldri. Flestir sem sáu þennan þátt, gerðu sér ekki grein fyrir að hluti upptökunnar er ekki frá árinu 1968. Sem sagt falsaður þáttur í Ríkissjónvarpinu! Eða eins og frændi minn sagði, eini gallinn á Perestrjoka að hún náði aldrei til Íslands.
En hvers vegna er árið 1968 svo mikilægt og hvers vegna er Ríkissjónvarpið að falsa þátt um það ár? Jú vegna þess að 7. nóvember 1968 á afi minn að hafa gefið innihald vinnustofu sinnar til Reykjavíkurborgar leynilega og munnlega þó ekkert sé til frá honum um þann vilja. Afi var svo lagður inn á geðdeild 29. janúar þann sama vetur þar sem hann lést svo nokkrum árum seinna.
Það vill svo til að núna er í gangi mál í Héraðsdómi Reykjavíkur um hæfni afa til að gefa innihald vinnustofu sinnar árið 1968, dómskvaddir matsmenn sem eiga að skera úr um það. Svo ef þú heldur að tímasetning þessa þáttar hafi verið tilviljun, þá á ég brú í nágrenninu sem ég keypti fyrir lítið og þarf að losna við.
En þessi skrif ekki þess vegna, í viðtalinu segir afi orðrétt
Magnús Bjargfreðsson: Já allur ágóði að happdrættissýningu rennur til byggingu nýs Listamannaskála hérna í Reykjavík.Hann er búinn að vera nokkuð lengi á döfinni. En gerir þú þér ekki vonir um að þessi málverk prýði kannski einhvern tímann þar?
Afi: Ég reikna ekki með því, ég reikna, skálinn verður fyrir almenning, alla sem vilja sýna en ekki fyrir mig prívat.
Magnús Bjarnfreðsson: Já, nei nei.
Afi: Allsekki neinar myndir eftir mig þar.
Allir sem þekkja Kjarvalsmálið til hlítar sjá um leið hversu mikilvæg þessi yfirlýsing afa er. Sama ár og hann á að hafa gefið alla sína vinnu í þetta hús, segir hann að ekkert eigi að vera eftir hann í þessu sama húsi. Málið að það er hvergi til neitt um vilja hans til þess að gefa verk sín í myndlistahúsið á Klambratúni.
Það eina sem er til, er skýrslutaka Þorvaldar Þorvaldssonar heitins leigubílsstjóra um að afi hafi ítrekað rætt við hann og aðra að hann ætlaði að gefa og síðar sagt Þorvaldi að hann hefði gefið í þetta hús. Þorvaldur sagði orðrétt í Héraðsdómi:
Þorvaldur: Þegar skóflustungan var tekin af byggingunni Kjarvalsstaðir sem var á afmæli Reykjavíkur 18. ágúst 1966 upp úr því fór Kjarval að tala um það að hann ætlaði að gefa Reykjavíkurborg myndir til að eitthvað væri til að sýna á Kjarvalsstöðum og sagði að það þýddi lítið að hafa myndlistar- hús ef ekkert væri til þess að sýna og sagðist hyggjast gera það. Síðan var það síðar að hann sagði mér frá því að það væri búið að ákveða það og borgin vildi taka við þessu og síðar einnig að hann hefði afhent og gefið myndir sem færu niður í skjalasafn Reykjavíkur niður í Skúlatún 2, og hann hefði gefið með eitt og annað dót eins og hann orðaði það, það sem var uppi á efra loftinu, það var fyrir ofan salinn sem hann hafði í Sigtúni 7. Ég kom ekkert nálægt þessari afhendingu eða annað en hann talaði alltaf um það sem gjöf til Reykjavíkur.
Seinna í skýrslutöku Þorvaldar:
Lögmaður: Á þeim tíma sem þú starfaðir sem leigubílstjóri sást þú um einhvern akstur fyrir Reykjavíkurborg eða varst þú með einhverja samninga fyrir Reykjavíkurborg eða borgarstjóra?
Þorvaldur:Enga samninga við Reykjavíkurborg.
Lögmaður: Hvorki fyrr eða síðar að þú hafir unnið eitthvað sérstaklega fyrir Reykjavíkurborg?
Þorvaldur: Ekki fremur en öðrum.
Þarna bar Þorvaldur beint og afdráttarlaust ljúgvitni, sannleikurinn að Þorvaldur sem leigubílsstjóri og trúr Sjálfstæðismaður vann mikið fyrir Reykjavíkurborg í mörg ár. Hlutverk hans meðal annars að vera varabílsstjóri borgarstjóra, keyra fólk í veislur og af í Höfða og að keyra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi í borgarráði. Þetta er allt staðfest í skýrslutökum og skrifum í minningargreinum um Þorvald, en Þorvaldur lést fyrir ekki svo löngu.
Allir hljóta að sjá að þessi yfirlýsing afa, frá honum sjálfum fyrir alla að sjá og heyra frá árinu 1968 hlýtur að vega meira en yfirlýsing manns sem bar ljúgvitni í Héraðsdómi. Eða þá sendibílsstjóra sem vann hjá Reykjavíkurborg og sagði í skýrslutöku að afi hefði sagt við sig við skulum gefa þeim þetta um hluti sem þeir pökkuðu í kassa og sendibílsstjórinn fór svo með í Skjalasafn Reykjavíkur, en Hæstiréttur byggði dóm sinn á yfirlýsingu sendbílasjórans.
Nú er hægt að biðja um endurupptöku máls komi nýjar og mikilvægar upplýsingar fram. Hvað er mikilvægara en afdráttarlaus yfirlýsing afa sjálfs? Hvað ætlar borgin að bera fram sem vörn, að afi hafi ekki vitað hvað hann var að segja í júní, en verið með á nótunum 7. nóvember þegar hann á að hafa gefið allt sitt munnlega og leynilega án vitundar fjölskyldu sinnar eða í áheyrn hlutlausra vitna, örfáum vikum áður en hann var sviptur sjálfræði og lokaður inn á geðdeild.
Ingimundur Kjarval
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Facebook
Athugasemdir
Sæll minn kæri vinur Ingimundur.
Ég hef löngum sagt það og segi það enn að þetta mál er prófsteinn á réttlætisvitund ráðamanna við stjórnvölinn varðandi það gera rétt.
gaman að sjá þig hér á moggablogginu meira að viðra þínar skoðanir.
góð kveðja. Guðrún Maria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.6.2009 kl. 02:44
Þetta mál hefur alltaf verið með þvílíkum ólíkindum að fyrr eða síðar hlýtur réttlætið fram að ganga.
Vonandi fyrr frekar en síðar. Kominn tími til.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.6.2009 kl. 04:22
Hún Elín Hirst fór líka á kostum í sjoppunni á Háaleitisbrautinni hér um árið. Gaman væri ef til væri kvikmynd af því. Mikið hefur hún breyst blessunin síðan þá. Reykmökkurinn kringum hana er að mestu horfinn. En þökk sé henni fyrir að draga viðtalið upp úr safni RÚV.
En ég segi bara gilli gokk! Þessi sögufölsun RÚV er ekki sú fyrsta. Ef skoðun þín reynist á rökum reist, Ingimundur, er ljóst að RÚV er í mjög slæmum málum.
Mesta lægð listasögu Íslands var þegar gírugar rassasleikjur, sem söfnuðu gullpeningum og málverkum Kjarvals, prettuðu gamlan og sjúkan mann í að afsala sér lífsverki sínu svo málverkin heima í stofum þeirra sjálfra myndu hækka í verði!
Ein mesta lægð réttarfarssögu Íslands var úrskurður Hæstaréttar, sem gulltryggði þjófnað á verkum gamals og sjúks manns.
Málið þarf að fara í nýja meðferð, það er ljóst.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.6.2009 kl. 06:45
Þetta mál er hið ósvífnasta. Vonandi nær réttlætið fram að ganga.
Anna Karlsdóttir, 15.6.2009 kl. 11:07
Ekki hafði ég hugsað um það sem ástæðu, að þeir vildu tryggja eigin eignir. Sýnir kannski hvað ég er saklaus og einfaldur.
Nei til þess að skilja hvað gerðist, verður að hugsa um að börn Kjarvals voru talin aðskotadýr á Íslandi og afi væri eign þjóðarinnar. Eða til þess að vera nákvæmari, eign valdsins í Reykjavík sem var að nota hann þetta sumar til þess að dreifa athyglinni frá efnahagsástandinu á Íslandi sem var ekki beisið sumarið 1968.
Í rauninni var barátta í gangi á milli afa og valdsins í áraraðir, afa fannst að það ætti að taka allt af honum. Þetta kemur fram í skýrslu sem var gerð fyrir Menntamálaraðuneytið
þegar Gylfi Þ. Gíslason var Menntamálaráðherra, en afi neitaði húsi sem átti að byggja undir hann á Skólavörðuholtinu.
Ein ástæðan talin í skýrslunni að afi teldi sig ekki hafa neitt til þess að setja í það. Það undarlega við það hús sem átti að vera íverustaður afa, að það var teiknað sem safn af Húsameistara Ríkisins.
Ingimunur Kjarval
Ingimundur Kjarval, 15.6.2009 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.