Jóhannes Kjarval listmálari og erfðamál fjölskyldu minnar.

Svo hve margir á Íslandi vita að vinnustofa eins ástsælasta listamanns þjóðarinnar var tæmd leynilega af Reykjavíkurborg örfáum vikum áður en að hann var sviptur sjálfræði og lokaður á inni á geðdeild þar sem hann var til dauðadags?

1% þjóðarinnar, 5%, 10%? Fleiri kannski? Ekki að það skipti máli, 3  ættu að vera nóg svo að öll þjóðin viti og sætti sig ekki við það, Jóhannes Kjarval listmálari einn helsti listamaður þjóðarinnar og verður það líklegast um alla framtíð eins lengi og Ísland verður til.

Ég segi og hef sagt í mörg ár, að allir sem eigi að vita í stjórnkerfinu, réttarkerfinu, listamenn, allir á Íslandi, viti að listamaður var rændur af Reykjavíkurborg þegar hann var varnarlaust og veikburða gamalmenni, vélaður til þess að leifa þeim að tæma vinnustofu sína.

Þetta vita allir sem eiga að vita, að ekkert er til frá afa um að hann hafi gefið eitt eða neitt til Reykjavíkurborgar. Nema þá uppdiktaður munnlegur leynilegur gjafagerningur og einu vitnin þyggendurnir sjálfir!

Engin lagastoð samkvæmt íslenskum lögum um að þetta hafi verið gjöf, munnlegir gjafagerningar þurfa að fullnægja vissum lagalegum skilyrðum sem þessi gerði aldrei. Ef að hann gerðist yfirleitt sem ég stórefast um en aukaatriði, þetta vita allir á Íslandi sem eiga að vita!

Ég endurtek, allir sem eiga að vita á Íslandi vita, en samt látið standa. Ég hef líka sagt, að þessi vitneskja grafi undan siðferðisvitund þjóðarinnar, ein skýringin að Ísland er í þessum ógöngum siðferðislega.

Og þá hvá sumir en aðrir ekki „ógöngum hvað?“ Eru það ekki siðferðislegar ógöngur þjóðar að vera gripin í að múta ráðamönnum fyrrverandi nýlendu í Afríku, Icesave, Bresk hryðjuverkalög sett á landið, Ísland komið á grátt svæði í bankamálum, gífurlegar eignarfærslur eftir hrunið frá eignaminni til þeirra sem í raun settu þjóðina á hausinn og margt fleira? Siðferðislegar ógöngur réttnefni!

En áður en að við höldum áfram, förum yfir Hæstaréttardóminn sem mörg ykkar nota til þess að leiða þetta hjá ykkur „5 Hæstaréttardómarar vissu auðvitað hvað þeir voru að gera!“.

Þessi meinti munnlegi leynilegi gjafagerningur sem börn Kjarvals vissu ekki einu sinni af, á að hafa gerst 7. Nóvember 1968 og afi kominn á geðdeildina sviptur sjálfræði seinast í janúar þann vetur. Ekkert skriflegt til frá afa, ekkert skriflegt hjá Reykjavíkurborg um að hafa fengið þá þessa mestu gjöf gefna á Íslandi um alla tíð, ekkert!

Og sem meira er, einu meintu vitnin að þessum leynilega munnlega gjafagerningi, þeir sem þáðu meinta gjöf. Geir Hallgrímsson þá Borgarstjóri, sem segir svo nokkrum árum seinna „að hann muni ekki hvernig þetta bar að“ og svo Alfreð Guðmundsson starfsmaður Reykjavíkurborgar, dyggastur allra dyggra Sjálfstæðisflokksmanna, nema ef vera skyldi Þorvald Þorvaldsson leigubílstjóra sem kemur við sögu. En Þorvaldur bar sannanlega ljúgvitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem ekkert var gert með. Ekki talið tiltökumál á Íslandi að ljúga undir eið í réttarsal, sagt mér af íslenskum lögmanni sem neitaði að fylgja því eftir!  

Vitnisburður Þorvaldar látinn skipta máli í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur „að afi hefði talað um vilja sinn að gefa Reykjavíkurborg við Þorvald“. Þorvaldur svo skrifaður úr dómi Hæstaréttar, þegar sýnt var að hann hafði ekki sagt satt um tengingu sína við Reykjavíkurborg, hvað þá Sjálfstæðisflokkinn!

Dómarnir bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti, voru ekki aðeins dómsmorð, heldur gróf, augljós og viljandi dómsmorð sem öll þjóðin stendur svo á bak við, ekkert annað en siðferðislegt gjaldþrot heillar þjóðar frá mér séð.

Nú er ég ekki að segja að þetta sé þér mikið mál, líklega ekkert málverk eftir afa á þínum veggjum og þú ekki farið á Kjarvalsstaði. En hvað finnst þér þá um að Forseti Íslands láti hengja upp málverk eftir afa og flytji allan sinn boðskap til þjóðarinnar fyrir framan þetta málverk? Forsetinn og fjölskylda hans svo alla daga innan um hönnun pabba á Bessastöðum. Hvað er það annað en botnlaus siðblinda, íslenskur sjúkdómur af því er virðist?

Hvað með Forsætisráðherra Íslands sem lætur keyra málverk eftir afa til Keflavíkur til þess að hafa fyrir aftan sig þegar hún mætir varaforseta Bandaríkjanna, tilgangurinn að setja virðingarblæ á fundinn. Veit hún ekki af þessu máli? Hvað er það annað en botnlaus siðblinda, siðblindur forsætisráðherra siðblindrar þjóðar?

Jón Steinar Gunnlaugsson sendi mér þennan tölvupóst fyrir ári:

Sæll Ingimundur.

Ég er búinn að lesa þennan dóm yfir, bæði héraðsdóm og dóm Hæstaréttar.

Dómurinn er að mínum dómi rangur.

Gjafþegi þarf að sanna að gefið hafi verið.

Þegar gefandi er gamall veikburða maður og gjafþegi opinber stofnun eins og Reykjavíkurborg ættu kröfurnar um sönnun að vera strangar.

Að mínum dómi geta þær ekki falist í svona vitnisburðum eins og þarna var látið duga.
Borgin hefði átt að þurfa að tryggja sér þessa sönnun með gjafabréfi, sem gamli maðurinn hefði skrifað undir.

Þrátt fyrir eindregið álit mitt í ofangreinda átt, mun ég ekki að svo stöddu skrifa um þetta mál, hvað sem síðar kann að verða.

Nú um stundir einbeiti ég mér að því að reyna að koma fram endurbótum á gatslitnu dómskerfinu.

Ég talaði við Kristinn og heyrðist hann jafnvel hyggja á skrif á næstunni þegar hægist um hjá honum.

Sjáum til.

Með kveðju, Jón Steinar

 Það að Jón Steinar f.v. Hæstaréttardómari sér svo ekki ástæðu til þess að segja þetta opinberlega er aftur þessi siðblinda, einhver vöntun í ungri þjóð.

Virðist að Jóni Steinari finnist í lagi að láta þessa skoðun í ljós við mig prívat, en svo að þegja um það á opinberum vettvangi, þessir dómar um einn mesta listamann þjóðarinnar sem var rændur í ellinni af hinu opinbera.

Gengur bara ekki upp, Jón Steinar maður sem vill að hann sé tekinn alvarlega um réttarmál á Íslandi. En Jón Steinar veit kannski hvað honum er hollt, að það má ekki fjalla um þetta mál opinberlega.

Nema sem er líka, að mörgum á Íslandi finnst ekki að fjölskylda mín eigi að fá réttlæti eins leiðilegt og það er kannski, Kjarval eign þjóðarinnar ef ekki Reykjavíkurborgar, en ekki fjölskyldu hans.

Núna er mál á mínum vegum að ílengjast í Héraðsdómi Reykjavíkur um hvort eigi að skipa matsmann til þess meta dagbók Guðmundar Alfreðssonar, son Alfreðs Guðmundsonar meints vitnis að meintum leynilegum munnlegum gjafagerningi afa 1968. Íslenskur Sérfræðingur þegar gefið álit sitt að hún hafi ekki verið skrifuð 1968. Sleppum að ekkert er í dagbókinni um að Guðmundur hafi verið viðstaddur þennan meinta munnlega leynilega gjafagerning, segir í dabókinni:

Skólinn „óskiljanlegt“ frí í sögu, lærði í allan dag. Í dag kl. 14 afhenti Jóhannes Kjarval Geir Borgarstjóra að gjöf nokkra tugi teikninga ásamt kössum ofan af háalofti hjá sér sem í voru bækur, blöð, flatkökur, ýmis skrif og riss……………..

Það að þetta voru meira en 5000 verk ekki nefnt, en dagbókin varð svo höfuð sönnunargagnið fyrir dómstólum á Íslandi um að þetta hefði verið gjöf til Reykjavíkurborgar.

En vitnisburður Guðmundar Alfreðssonar og dagbók hans áttu að sjálfsögðu aldrei að verða afgerandi sönnunargögn, hvorki í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur né í dómi Hæstaréttar, Guðmundur tengdur í bak og fyrir. Ekki rétt, hvorki siðferðislega né lagalega og þess vegna báðir dómarnir gróf viljandi dómsmorð.

Guðmundur sagði svo í Héraðsdómi áratugum seinna að hann hefði verið viðstaddur. Eitthvað sem engin vissi fyrir þann tíma, ekki Reykjavíkurborg, engin, hvergi komið fram fyrr.

Svo verður réttað í málinu og annað hvort leifir dómari matsmálinu að halda áfram og ég þá borgunarmaðurinn, eða að dómari vísar því frá að kröfu Reykjavíkurborgar og ég krafinn borgunnar á kostnaði Reykjavíkurborgar, fyrir utan auðvitað kostnað við minn eigin lögmann, úrskurður dómara þá þriðja dómsmorðið!

Eini rétti úrskurður dómara að vísa málinu frá á þeim grundvelli að það skipti ekki máli hvort að dagbókin er skrifuð 1968 eða 1982, að dagbókin hefði aldrei átt að verða sönnunargagn um eitt eða neitt í báðum dómum, frekar en vitnisburður Guðmundar og þá komin grundvöllur fyrir beiðni um endurupptöku.

Annað mál að rannsóknin á dagbókinni ætti auðvitað að vera lögreglumál. Skil ekki hvers vegna, að þegar þetta álit viðurkennds sérfræðings á Íslandi kom fram, að Lögreglunni var ekki tilkynnt um það og rannsóknin þar með á hennar vegum.

En samkvæmt fyrri reynslu munu allir í réttarsal standa saman um að keyra ruglið áfram og komast upp með það með hjálp fjölmiðla, réttarkerfisins, ráðamanna og frá mér séð allri þjóðinni. Siðferðislega gjaldrota þjóð og ég geri mér enga von um að ég né fjölskylda mín fái réttlæti.

Þöggunin er voldugt alvöru stjórnsýslutæki á Íslandi. Allir sem vilja vera með verða að vita um hvað má fjalla og hvað ekki. Um leið og einhver fer yfir þetta ósýnilega strik, þurrkar valdið viðkomandi út, ekki til þar í frá á Íslandi.

Allir í stjórnsýslunni taka svo þátt í þessu, alveg sama í hvaða stjórnmálaflokki, hvar í embættiskerfinu eða á hvaða fjölmiðli. Verða að taka þátt, valið annað hvort innanbúðarmenn eða ekki að vera til.

Valdið og embættismannakerfið hefur svo leikið þann ljóta leik í gegnum árin að gera þá sem eru veikari fyrir í fjölskyldunni talsmenn hennar. Til margra ára eldri bróðir minn sem átti allt sitt undir á Íslandi og núna systir mín, ein okkar eftir heima.

Á Hönnunarsafni Íslands er þetta um fjölskyldu mína í tímalínu sýningarinnar um föður minn:

1970 Sveinn Kjarval og eiginkona hans ásamt tveimur yngstu börnunum flytja búferlum til Danmerkur og setjast að á Norður- Jótlandi. Sveinn hafði tekið ástfóstri við  Ísland en gat ekki hugsað sér að búa þar áfram eftir umdeilt mál þegar fjöldi verka úr vinnustofu föður hans, Jóhannesar S. Kjarval listmálara, voru fjarlægð án vitundar fjölskyldunnar og komið fyrir til varðveislu hjá

Reykjavíkurborg. Þetta atvik átti sér stað árið 1968 og reyndist Sveini og fjölskyldu mikið áfall.  

Mér sent þetta fyrir neðan þegar ég lét vita að ég tæki ekki þátt í einu eða neinu um fjölskyldu mína á Íslandi nema að það væri fjallað um hvernig var níðst á henni og hún hrakin úr landi:

Á sýningunni verður tímalína þar sem kemur fram að ástæða þess að Sveinn flytur til Danmerkur árið 1970 hafi verið sú að hann var ósáttur við hvernig nær 5000 verkum föður hans voru fjarlægð úr vinnustofu listmálarans án vitundar fjölskyldunnar og komið fyrir til varðveislu hjá Reykjavíkurborg.

Ég lýsti yfir ánægju minni, sérstaklega vegna þess að þetta með 5000 verkin væri frá mér, ég fyrst opinberað þá tölu. Sýndi þeim svo fram á að þetta væri ekki rétt (skýrt í þessari grein) og hvers vegna. Engu samt breytt og ég  viss um að þetta með 5000 verkin var fjarlægt vegna þess að þeim varð ljóst að það færi yfir þetta strik sem engin á Íslandi má fara yfir.  

Ég leitaði á netinu að umfjöllun um sýninguna á Hönnunarsafni Íslands um pabba og fann þetta, „Lestrarklefinn“ og svo viðtal við forstöðukonu Hönnunarsafnisns. Fleiri manns sem hljóta að kallast meðlimir „menningar elítu“ Íslands að ræða sýninguna fram og aftur, fyrir utan auðvitað fréttamennina sjálfa.

 Öll þeirra hljóta að hafa séð þessa tíma línu eða vita um erfðamál fjölskyldunnar, en ekkert þeirra minntist á það einu orði eða hvers vegna foreldrar mínir flúðu land. Ekki eitt þeirra, samsærið allt um lykjandi og það sannleikur, allir að taka þátt í þessari þöggun!

Svo hvað á ég að gera með þessa lífreynslu mína? Ef að ég er sár og illur, hvað þá með foreldra mína, hvernig fór þetta með þau? Svo ert það þú, finnst þér þetta í lagi og hvað gerir þú með þína upplifun, þegir í þeirri von að ég gefist upp? Fari fyrir ættarstapann sem foreldrar mínir og þýfið þá þitt og ykkar, er það planið?

Veit ég að óréttlætið er margt í þessum heimi og ég hefði alltaf sætt mig við dóm sem reyndi að gera rétt, ekkert mannanna verk fullkomið. En hvað á ég að gera með að heilli þjóð finnist í lagi að láta þessi dómsmorð og rán standa?

Ég reyni svo hvern einasta dag að láta þetta ekki fara inn á mig og þessi skrif mér mikil sálarbót. Héðan í frá mun ég senda frá mér hvern pistilinn á fætur öðrum með búverkunum í þeirri von að einn lesi, ekki í spilinum að gefast upp.

Þykist vita að margir aðrir á Íslandi hafi þessa sömu reynslu, getur ekki verið aðeins að mín fjölskylda hafi verið beitt þessu óréttlæti, hljóta að vera aðrir sem hafa sárt um að binda og svo allt þaggað hjá siðblindri þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ingimundur.

Ég er viss um að meirihluti landsmanna okkar er þér algjörlega sammála og vonar að þér auðnist að fá þeirri kröfu þinni framgengt að þeir aðilar sem lögðu hald á eigur og reitur þíns stórmerka afa verði krafðir um einhverjar borðfastar sannanir um gjörninginn, aðrar en fullyrðingar þeirra sjálfra um munnlegan samning, ellegar verði þeim gert að skila þýfinu með rentum til réttra erfingja.

Því miður óttast ég að þessi slagur sé vonlaus, því þó ekki sé lengra liðið síðan silkihúfurnar ákváðu að eigna sér síðustu eigur og skissur Kjarvals, að þau muni verjast með kjafti, klóm og her lögfræðinga og ljúgvitna til að halda þýfinu.

Þær eru annars með öðrum orðum nokkrar almúga fjölskyldur hér í Reykjavík sem mega fylgjast með þessum sömu borgar yfirvöldum höndla með fyrir milljarða fúlgur allar þær jarðir og skika sem teknar voru eignarnámi af öfum okkar og ömmum einungis fáum árum áður en afi þinn var gripinn.

Jónatan Karlsson, 25.12.2019 kl. 14:22

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Og enn er stolið á Íslandi. Fyrst og fremst eru það stjórnvöld sem þetta gera. Efamál er hvort Danir eða íslenskir sýslumenn og prestar hafi stolið meiru í gegnum tíðina. Yfirvöld og stjórnvöld hafa stundað þetta öldum saman og það furðulega er að flestum er nákvæmlega sama. Aðallega er stolið frá þeim sem reiknað er með að eigi í erfiðleikum með að verja sig. Meðal annars er þessi aðferð notuð af þeim sem ríkir eru. Ævinlega vilja þeir verða ríkari:

Til að öðlast þjóðarþögn
þegar þeir aðra véla.
Gefa sumir agnarögn
af þvi sem þeir stela.

Sæmundur Bjarnason, 25.12.2019 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband