4.4.2007 | 23:50
Seinustu upplýsingarnar um sjúkragögnin.
Jæja þetta er þá öll sjúkragögnin með skýrslu:
LANDSPÍTALINN
REYKJAVÍK
PÓSTHÓLF 1036 Reykjavík 19 Deild IIIHÞV/VS
Jóhannes Sveinsson Kjarval,f.5.1185, listmálari, Sigtúni 7, p.t. Hótel Borg Rvk.
Innl: 20/7-23/768
Diagn.: Paralysis agitane. (handskrifað) Parkinson sjúkdómur (óljós ástæða)
82 ára gamall karlamaður, sérkennilegur í háttum, en ern og skýr í hugsun.Hefur ætlað sér í læknisskoðun vegna vaxandi svefnleysis, hægðatregðu og þreytu sl. 10 ár. Leggst nú til rannsóknar á Landspítalann fyrir áeggjan vina og velunnara.
Heilsufar: Hefur verið ágætt. Slasaðist á fæti í æsku, fékk spænsku veikina í Danmörku. Einu sinni yfirlið fyrir nokkrum árum.
Skoðun: 82 ára, grannvaxinn og beinvaxinn karlmaður, Hugsun er frjó og skýr. Þreytulegur en ern. Brady mimik. Gangur er hægur og gleiður. Í hvíld er greinilegur parkinsons á h. Handlegg og h. Fæti. Við geðshræringu kemur einnig tremor í höfuð og v. Útlimi. Áberandi cog-wheel rigitet
Blóðrásarkerfi: Engin merki hjartabilunar. Blóðþrýstingur 180/90. Æðar eru þykkveggja og nokkuð sclerotiskar. Æðar í augnbotnum eðlil. Miðað við aldur.
Öndunarfæri: Barki í miðlínu.
Brjóstgrind: asthenisk. Öndunarhreyfingar góðar miðað við aldur. Lungu hrein. Meltingafæri: Tennur viðgerðar, ekkert athugavert. Við þreyfingu á kviðarholi finnast fæcalia í colon, en ekkert annað athugavert .
Expl. Rect.: Harðir feceskögglar í ampull. Prostata er stór og þétt, ekki hnútótt (þvaglát eðliegt að sögn). Hernia í v. Nára.
Niðurstaða og meðferð: Sjúkl. hefur Parkinsonismus á allháu stigi, og gæti það skýrt sjúkdómseinkenni hans að verulegu leyti. Hugarstarfsemi sjúkl. er mjög skýr og frjó miðað við aldur og er því ekki sennilegt, að þessi Parkinsonismus eigi rætur til arteriosclerosis cerebri. Ekkert er heldur,sem bendir til þess, að hér sé um að ræða post ancephalitis Parkinsonimus. Er því langlíklegast, að sjúkl. hafi idiopathiskan Parkinsonismus. Er því langlíklegast, að sjúkl. hafi " idiopathiskan Parkinsonismus eða með öðrum orðum paralysis agitans. Blóðstatus svo og blóðursa og blóðsykur var innan eðli. Marka. Venjulegar þvagrannsóknir sýndu ekkertr óvenjulegt. Rtg. Mynd af ristli var eðlil.
Ekki þótti þörf á frekari rannsóknum. Sjúkl. var útskrifaður á eftirfarandi lyfjum: tabl. Artan 2. mg í 3 daga og síðan 2 mg x 4.. Tabl. Stesolid 2,5-5 mg. vespere. Ennfremur emulsio parafíni 15 gr. X 2-3.
Var boðið að koma til eftirlits vikulega fyrst í stað meðan verið væri að koma lyfjameðferðinni til eftirlits vikulega fyrst í stað, meðan verið væri að koma lyfjameðferðinni gegn Parkinsonismanum í ákjósanlegt horf.
Hr. Valtýr Albertsson, læknir.
Hr. Ólafur Helgason læknir .
Hr. Ólafur Þorsteinsson, læknir.
Þetta hér á eftir er skýrsla eða greinargerð Engilerts Sigurssona geðlæknis unnin fyrir lögmann fjölskyldunnar. Hún er gerð það þannig að Engilbert skrifar hana út frá spurningum lögmannsins sem eru sendar til hans.
Ég velti lengi fyrir mér hvort ég ætti að birta þessa skýrslu án þess að nefna geðlæknisins sem skrifaði hana. Komst að þeirri niðurstöðu eftir langa hugsun að fjölskyldan hefði borgað fyrir hana og Engilbert brugðist þegar dómurinn féll í algjörri mótsögn við sérfærði álit hans.
Ef að sjúkraskýrslurnar eiga að vera leyndar, hljóta að falla kvaðir á þá sem fá umboð til ð sjá þær og lesa, að fylgja því eftir ef ekki er farið rétt með upplýsingarnar eða sérfræðiálit hundsuð. Ég get ekki séð annað en að Engilberti Sigurðssyni hafi borið skylda til þess að opinbera að dómari hafi hundsað sérfræðiálit hans og kæra það hjá viðeigandi yfirvöldum.
Engilbert gerði ekkert af þessu þó honum hafi verið borgað fyrir þessa skýrslu sem sérfræðingi og þess vegna skylda mín að mínu mati að opinbera skýrsluna með þessum sjúkragögnum. Ef að Engilberti finnst gengið á rétt sinn, þá vona ég að hann leiti hans gagnvart mér. Mín er ábyrgðin.
Ingimundur Kjarval.
Í rauninni er þetta ekki undirskrifuð skýrsla heldur svör við skriflegum spurningum lögmanns. Þó að svörin séu mjög greinargóð (utan eitt, meira um það seinna) þá varð ég fyrir vonbrigðum að þetta var ekki fullgild skýrsla, eitthvað sem ég gerði mér ekki grein fyrir, fyrir en eftir réttarhöldin þegar ég komst yfir þessi gögn.
Þó var eitt svar sem stóð út úr og eyðilagði skýrsluna að mínu áliti, dómari ef hann hefði ekki lesið skýrsluna getað hengt alla sína á ákvörðun á þetta eina svar.
Ég barðist upphaflaga fyrir en fékk ekki, að fleiri en einn geðlæknir yrði látinn gera skýrslu um þessi gögn. Rökin á móti að sjálfsögðu að einn væri nóg, engin ástæða til þess að flækja málið og líklega ekki vel séð. Einnig vildi ég að geðlæknir yrði látinn vitna um skýrlsuna í réttarsal en það ekki samþykkt.
Má vel vera að ég hafi séð of marga law & order þætti en það samt mín skoðun.
Spurningin og svarið sem ég er svo óánægður með:
a) Af skoðun af sjúkragögnum er hægt að draga einhverja ályktun um að hvað átt sé við langt tímabil þegar talað er um mjög mikla hrörnun undanfarna mánuði.
Svar Engilberts Sigurssonar geðlæknis: Nei.
Þetta svar er í rauninni í algjörri mótsögn við alla skýrsluna þó það sé kannski rétt eitt og sér. Þess vegna hefði verið gott að geðlæknir hefði þurft að skýra þetta svar betur. Auðvitað liggur í augum upp að ekki er hægt að setja sérstakt dagatal á hin ýmsu einkenni, en öll skýrslan er jú um að það hafi verið aðdragandi að þeim einkennum sem er lýst 28. jan. 1969.
Á vissan hátt tel ég þetta eina svar geðlæknis máti að firra sig ábirgð, hann hafi gefið rétt sérfræðiálit en um leið þvegið hendur sínar með þessu eina svari. Nóg um það.
Sæll Engilbert (lögmaðurinn skrifar) Vísa til fundar okkar um daginn. Spurningar varðandi sjúkraskrá og heilsufar Kjarvals.Það sem ég tel að gott væri að fá svo við eru eftirfarandi.
- Stutt skýring (þýðing) á eftirfarandi læknisfræðilegum orðum sem seinna koma fyrir í sjúkraskránni.
a) Dementia sensilis ellivitglöp ellihrumleiki.
b) Cachexia- langavinn vann;ring me[ tilheyrandi þróttleysi og þyngdartapi.
c.) Confusio mentis- rugl/óráð
d.) Paralysis agitans Idiopathiskur Parkisonsismus = Parkinson´s sjúkdómur af óþekktum orsökum (algengasta formið)
e.) Arterioclerosis cerebri (ath. Leiðrétta stafesetningu hér til hliðar)- slagæðasjúkdómur í heila með þykknun og kölkun æðaveggja samanber kransæðasjúkdóma í hjarta
f.) Post encephalia Parkinsonsismus-Parkinson´s sjúkdómur eftir heilabólgu sem fór um heiminn í kringum 1920 (sbr. myndina awakenings).
g.) Idiopathiskan Parkisonismus=Paralysis agitans g.) Artane= lyf gefið til að draga úr vöðvastífleika og fleiri einkennum Parkison´s sjúkdóms h.) Stesolid =díazapam- gefið JSK til að hjálpa honum með svefn og draga úr óróleika (innskot mitt. Sama og Valíum)
2)Spurning lögmanns. Á fundi okkar um daginn fórum við ekki yfir sérfræðirannsókn Einars Baldvinssonar læknis en skýrsla hans er dags. 9. mars 1969. Þar kemur framað fyrir tæpu ári síðan lá sjúkl. á deild III Lsp.. Þá hafi komið í ljós að sjúklingur hafði parkisonsisma á nokkuð háu stigi. Var hann þá settur á Artane Líklegt er að þarna sé verið að vísa til innlagningar 20.-23. júlí 1968. Væri gott ef þú gætir skýrst greiningu Einars í kafla greining og ráð sérfræðings.
Svar Engilberts Sigurssonar geðlæknis: Einar Baldvinsson hjartalæknir fann ekki merki um hjartabilun í umræddir skoðun. Hann telur að bjúgur á fótum stafi fremur af ófullnægjandi bláæðalokuvirkni í bláæðum fótleggja eða skorti á próteininu albúmíni í blóði sem oftast tengist vannæringu og leiðir til taps á vökva úr æðum yfir millifrumvef utan æða sem birtist sem bjúgur. JSK var með óreglulegan hjartaslátt í formo gáttaflökts 14/7 1970 sem eykur hættu á heilablóðfalli. Fékk raunar heilablóðfall 3 dögum fyrir andlát sitt, þ. e. 10/4 1972.
3) Spurning lögmanns: a)Er af sjúkragögnum hægt að álykta að parkinsonseinkenni geti stafað að byrjandi heilabilun?
b) Ef svo er, hvað í sjúrkragögnunum gefur það til kynna.? c) Er hægt að draga ályktanir um það hvenær líklegt sé að heilabilun ef um hana er að ræða, hafi hafist?
Svar Engilberts Sigurrsonar geðlæknis: Af sjúkragögnum sem þú afhentir mér (spanna 20/7 1968 -13/4 1972 þegar JSK deyr) sýna vaxandi og nokkuð samfelld einkenni ellivitglapa frá ársbyrjun 1969. Nioðurstað Valtýs Albertssonar læknis á Landspítala,eftir innlögn JSK þangað 20-23/1968,er að hann sé með Parekinson´s sjúkdóm á allháu stigi. Ekki viðast einkenni vitglapa hafa verið áberandi í þeirri innlögn. Þvert á móti er talað um að Hugarstarfsemi sjúklings sé mjög frjó og skýr miðað við aldur (82ja ára). Ekkert kemur þó fram um hvort hugarstarfsemi var prófuð á einhvrn Hátt annan en með stuttu spjalli á stofugangi. Fram kemur þó sú kvörtun JSK að hann hafi glímt við vaxandi svefnleysi, hægðartregðu og þreytu undangengin 10 ár og leggist inn að áeggjan vina og velunnara. Ekkert kemur fram um n æringarástand og eða neyslu hans á áfengi, en hún mun skv. Upplýsingum sem ættingjar hafa gefið lögmanni sínum hafa verið töluverð á köflum og hann oft að auki nærst illa langtímum saman. Svefntruflanir, hægðatregða og þreyta eru algengir fylgifiskar slíks lífernis, en hægðatregða er aðauki algengur fylgikvilli Parkinson´s sjúlkdóms og einnig oft fylgifiskur byrjandi og lengra genginna ellivitglapa. a) Parkinson´s sjúkdómur tengist vitglöpum, þ.m.t. Alzheimer sjúkdómi, oftar en tilviljun leyfir í rannsóknum. Sami einstaklingur getur þróað með sé rbæði Parkinson´s sjúkdóm og vitglapasjúkdóm, t.d. með þeim hætti að á sextugs eða sjötugsaldri séu það einkum einkenni Parkinson´s sjúkdóms sem há einstaklingum, en eftir því sem aldurinn færist yfir verði einkenni Alzheimer´s sjúkdóms eða vitglapa vegna æðasjúkdóms í heila meira ávberandi enda taka þau til fleiri þátta í starfsemi miðtaugakerfisins. Á hinn bóginn eru einkenni sem líkjast Parkinson´s sjúkdómi stundum til staðar í upphafi þróunar vitglapasjúkdóms, en ná ekki endilega fullum skilmerkjum Parkinsonssjúkdóms en taka smám saman á sig form ellivitglapa með tilherandi breytingum á persónuleika, minni skynjun og athöfnum daglegs lífs. b) Sjúkragögnin sem ég fékk í hendur greina ekki með neinni vissu á milli ofangreindra möguleika, en það skiptir í raun ekki miklu máli. Frá ársbyrjun 1969 eru einkenni ellivitglapa í aðalhlutverki með skorti á áttum, óráði á köflum, algeru innsæisleysi á eigin þarfir og breyttri dómgreind í samskiptum við aðra(klínir saur á sig og meðsjúklinga í febrúar 1969). JSK er illskeyttur og æstur á tímabilum, stundum með ofsóknarhugmyndir (vel þekkt í vitglöpum) og þarf á hækkandi skömmtum sterkra geðlyfja aðeins og Largactils eða Buronils. Slík lyf auka venjulega greinilega Parkinson´s einkenni hjá sjúklingum með Parkinson´s sjúkdóm en hann virðist þola þau allvel, en fær að vísu lengi vel með þeim áfram lyfið Artane sem dregur úr slíkum aukaverkunum. Inn á milli (5/4 1969) er hann skýrari bæði í hugsun og í öllu fasi ... hægt að halda uppi hann allskynsamlegum samræðum um stund, og virðist hann fullkomlega áttaður á stund og stað.. Í nótu ÞJ frá 20/3 1970 segir: Líðan hans hefur verið mjög svipuð undanfarna mánuði...með nokkuð háttbundnum sveiflum. Ennþá er af og til hægt að tala við hann um stundarsakir og heldur hann þá þræði að mestu, jafnvel þó óljóst sé með köflum. Í nótu frá 10/9 1970kemur fram: Honum hefur verið boðið að hafa hjá sér áhöld til þess að teikna eða mála, en hafnar því. Í nótu ÞJ frá 31/12 1970 segir: Sjúkl. hefur nú dvalið hér undir 2 ár, og hefir heilsu hans smám saman hrakað þennan tíma. Fullvíst er að hann þekkir nú hvorki lækna né hjúkrunarfólk með nafni, en ber góð kennsl á starfsfólkið að öðru leyti. Hann deyr úr lungnabólgu 13/4 1972 eftir að hafa litla fótaferð síðustu mánuðina sem hann lifði. c) Einkenni svo alvarlega vitglapa sem þeirra sem eru til staðar hjá JSK í ársbyrjun 1969 þróast yfirleitt á mörgum árum nema þau komi í kjölfar heilablóðsfalls eða annars verulegs áfalls sem miðtaugakerfið verður fyrir. Engin saga kemur fram í innlögnum 1968 og 1969 sem styður að eitthvað slíkt hafi gerst fyrir 1969. Því er líklegt að auk Parkinsons´s einkenna hafi einkenna ellivitglapa verið að gæta t.d. breytinga á frumkvæði, dómgreind, atferli, skynjun og athöfnum daglegs lífs á árunum 1964-1968 sbr. Frásagnir ættingja sem þú vitnar til hér að neðan. Sú mynd sem er til staðar frá 1969 bendir því til þess aeinkenni Parkinson´ssjúldóms séu ekki til lengur í aðalhlutverkilíkt og virtist vera tilfellið í 3ja daga innlögn hans hálfu ári áður (20-23/7 1968 á Landspítal. JSK var þá settur á lyfið Artane (benshexol) 2mgx3 fyrst 23/7 1968, aukið í 2mgx4 26/7 26/7 1968 ásamt Stesolid (dázepam) 2,5-5mg fyrir svefn auk hægðarlyfs en 1968, aukið í 2mgx4 26/7 1968 ásamt Stesolid (díazepam) 2,5-5mg fyrir svefnauk hægðarlyfs en ekki kemur neitt fram um áhrif meðferðar þar sem gögn um það vantar.
4) Spurning lögmanns: Er hægt að draga ályktun af sjúkragögnum um það hvort heilsufar Kjarvals hafi versnað nokkuð hratt síðari hluta árs 1968 (eftir 23. jlúí1968)?
Svar Engilberts Sigurssonar: Sjúkragögnin styðja að einkenni ellivitglapa hafi orðið áberandi á þessu tímabili sbr. Ofangreind svör.Ofnotkun eða röng notkun lyfjanna sem hann var settur á í júlí getur þó einnig haft áhrif í þá veru. Á hitt ber þó að líta að innlögnin 20-23/7 1968 varði aðeins í 3 sólarhringa og hann gæti hafa átt þokkalegt tímabil á þeim tíma, líkt og gerðist stundum í nokkra daga í senn eftir innlögn hans á geðdeild Borgarspítalans 1969. Frásagnir ættingja eða minnugra samferðamann sem umgengust hann á árunum 1967-1968 gætu hér verið hjálplegar. Þó er sagt í nótu úr innlögn hans á Landspítala í ársbyrjun 1969 að honum hefir hrörnað mjög bæði psychist (andlega) og fysiskt (líkamlega) á undanförnum mánuðum. Ekki er þó telgreint hvaðan þær upplýsingar eru fengar né heldur um hversu marga mánuði var að ræða.
5) Spurning lögmanns: Bendir eitthvað til þess í sjúkragögnum að ástand Kjarvals þegar hann kom á Landspítalann í lok janúar 1969 hafi verið vegna skyndilega veikinda eða breytinga á heilsufari?
Svar Engilbert Sigurssonar: Vísa í svari við spurningu 4 að ofan. Við það má bæta að hann má bæta að hann var áberandi illa nærður og virðist öðrum þræði hafa mestar áhyggjur af hægðartregðu og óþægindi við að hafa hægðir. Skoðun sýndi hægðartregðu vegna harðra hægða en starfsemi þarma virtist að öðru leyti vera eðlileg og ekkert kom fram sem benti til illkynja sjúkdóms í meltingarvegi skv. Nótu Landspítalalæknis frá 18/2 1069 þar sem talað er um þörf fyrir meðferð á vegum geðlækna. Er Landspítalalæknis frá 18/2 1969 þar sem talað er um þörf fyrir meðferð á vegum geðlækna. Er hann fluttur sama dag á geðdeild Borgarspítala.
6) Spurning lögmanns: Í sjúkraskrá Landspítalans dags. 18 febrúar 1969 þegar Kjarval var útskrifaður til vistar á geðdeild Borgarspítalans kemur fram sú ályktun að hann hafi hrörnað mjög bæði pychiskt og fysiskt á undanförnum mánuðum eins og það er orðað.
b) Af skoðun af sjúkragögnum er hægt að draga einhverja ályktun um að hvað átt sé við langt tímabil þegar talað er um mjög mikla hrörnun undanfarna mánuði.
Svar Engilberts Sigurssonar geðlæknis: Nei.
c) Spurning lögmans:Getur það haft áhrif á hrörnun ef sjúklingur notar lyfin Artane og Stesolid, er vannærður og neytir áfengis
Svar Engilbert Sigurssonar geðlæknis: Já það getur leitt til tímabundins ruglástands og jafnvel sturlunarástands, einkum hjá eldri einstaklingum með byrjandi heilabilun.
7) Spurning lögmanns: Nú hafa afkomendur Kjarvals upplýst mig um að þau minnst parkisoneinkenna allt til ársins 1964. Sú tímasetning er föst í minni þar sem Ingimundur Kjarval minnist þess að Kjarval hafi átt erfitt með að halda á kaffi bolla í fermingu sinni vegna skjálfta. Tove Kjarval minnist þess að líklega árið 1965 þegar hún hitti Kjarval í Sigtúni 7 hafi hann verið með talsverðan skjálfta en þegar hann gekk til þess að mála hafi henni virst eins og skjálftinn hyrfi. Einnig hefur verið lýst að Kjarval hafi eftir að hann flutti á Hótel Borg úr Sigtúni 7 árið 1965 hafi hegðun hans borið þess merki að ekki væri allt með felldu. Þannig hafi hann verið nakinn utan dyra. Þá lýsa afkomendur því og raunar fleiri sem umgengust Kjarval hin síðustu ár hafi hann verið bitur út í lífið og fundist það misheppnað. Tekið skal fram að framangreindum atriðum hefur að nokkru verið lýst í bókum sem gefnar hafa verið út um ævi Kjarvals. Hafa þessi atriði einhverja þýðingu við mat á heilsufari sem lýst er í sjúkraskrá Kjarvals og þá hvaða þýðingu?
Svar Engilbert Sigurssona geðlæknis: Þessi atriði styðja fremur en veikja það sem sagt hefur verið um samhengi heilsu hans frá 1969-1972 og líklega byrjandi parkinsonseinkenni á árunum 1964-1968 með vægum heilabilunareinkennum sem hafa þá fremur falist í vægum breytingum á dómgreind og persónuleika en minni. Það sem flækir þó myndina er hitt að næringarástand hans virðist hafa verið slæmt árum saman. Áfengisneysla getur einnig í fráhvarfi valdið skjálfta og vitaskuld dómgreindarbresti og auknum líkindum á ögrandi atferli og ég hef engar upplýsingar um hversu mikil eða tíð hún var á þessum tímum.
8) Spurning lögmanns: Eru einhver önnur atriði sem þú telur að máli skipta við mat heilsufars Kjarvals síðari hluta árs 1968. Ef svo er, er óskað eftir að gerð verði grein fyrir þeim?
Svar Engilbert Sigurssonar geðlæknis: Vitna hér í svar mitt að ofan við spurningu 4: Frásagnir ættingja eða minnugra samferðamanna sem umgengust hann á árunum 1967-1968. Frásagnir ættingja eða minnugra samferðamanna sem umgengust hann á árunum 1967-1968 gætu verið hér hjálplegar. Þó er sagt í nótu úr innlögn hans á Landspítala í ársbyrjun 1969 að honum hefir hrörnað bæði psychist (andlega) og fysiskt (líkamlega) á undanförnum mánuðum. Ekki er þó tilgreint hvaðan þær upplýsingar eru fengnar né heldur um hversu marga mánuði var að ræða.
------------------------------------------------------ENDIR Á SKÝRSLU.
Ég telað ekki hafi verið safnað saman því sem geðlæknir spyr um í enda skýrslunnar. Þess vegna ætla ég að setja hér á eftir tilvitnanir úr bókum sem gætu hjálpað lesanda að dæma sjálfur: Hér á eftir ætla ég að setja tilvitnanir úr bókum sem mér finnst skipta máli í þessu sambandi.
Fyrst úr nýjustu bókinni "Kjarval", textinn Silju Aðalsteinsdóttur. Á bls. 592. haft eftir Ólafi Maríusyni: " Þegar ég sá hann í síðasta skipti var hann fluttur inn á Hótel Borg, orðinn sjúkur maður" segir Ólafur Maríuson. "Þetta var um vetur, það var kalt úti og slydda og hann kom að glugganum á búðinni. Hann var í frakka, nærbuxum og berfættur í skónum og ég ætlaði að spana út til hans og hjálpa honum. En hann vinkaði bara og var horfinn. Ég sá hann aldrei meir." Við vitum ekki hvenær þetta var nema fyrir 28. janúar 1969 þegar afi var lagður inn, kom aldrei af spítalanum aftur.
Á sömu bls. er önnur lýsing. Jón Þ. Ólfasson gaf skýrslu um þetta í Héraðsdómi og sagði þessa frásögn ekki rétta, hann sjálfur en ekki faðir hans sem hjálpaði föður mínum að hemja afa: "Jón Þ. Ólafsson, sonur Ólafs Þórðarsonar, systursonar Jóhannesar, minntist þess að Sveinn Kjarval hefði hringt í Ólaf meðan Jóhannes var enn á Hótel Borg og beðið hann að hjálpa sér með pabba sinn. Þegar Ólafur kom inn á hótelið æddi gamli maðurinn um hótelherbergið á grænum ullarbol en engum brókum og heimtaði að fara upp á Kjalarnes..." Frásögnin heldur áfram en sleppt hér.
------------------------------------------------------------------------------------
Úr Kjarvalskveri eftir Matthías Jóhannessen. En sú bók er um tímann ekki löngu áður en afi fer á spítala. Ég og aðrir í fjölskyldunni vita að hann var farinn að drekka meira en góðu hófi gengdi þessi seinustu ár þó að afi hefði verið reglumaður allt sitt líf.
bls. 33:"Hvaða orð er það sem vantar hjá okkur?" Ég veit það ekki, en listin má ekki vera móðgun. ´Wg hefði hefði átt að þarna dálítið póetískt orð til að forfína þessa hugsun. "Bezt að ég gefi þér einn danskan bjór , á meðan þú ert að hugsa um þetta og skilja það." Svo tók hann upp eina dós af Túborg, opnaði hana, en helmingurinn af björnum sprautaðist yfir hann: "Bunulækur blár og tær," sagði hann og glotti.
-------------------------------------------------------------------------------------
Svo úr ævisögu Indriða G. Þortsteinssonar um Kjaval. Það verður að muna að Indriði G. er jafnvel opinber ævisöguritari Kjarval, svo skrif um drykkjuskap hans ætti að hafa meiri vikt þar en kannski annars staðar.
bls. 287-288 "Kjarval var kominn fast að áttræðu og fann að óðum leið að því að hann þyrfti að komast "í hús", það er að vera ekki sjálf sín um alla hluti. Hann átti heimboð hjá Jóhannesi Jósefssyni fornvini sínum sínum og eiganda Hótel Borgar. Þar hugsaði hann sér að dvelja ef honum yrði áræðis vant að búa einn. Finnbogi Lárusson leitaði alltaf fundar við hann, ætti hann erindi til Reykjavíkur, og sat stundum hjá honum í Sigtúni. Þá var Kjarval orðinn mjög varkár út af átroðingi. "Maður varð að hrópa úti á götu til að fá hann út í glugga svo hann gæti séð hver þetta væri". sagði Finnbogi. Annars svaraði hann ekki. Og kveddi einhver dyra fór hann og opnaði rifu og lokaði svo aftur ef hann taldi að um átroðning væri að ræða. Finnbogi mátti aldrei fara frá honum öðruvísi en hann fengi bíl undir hann. Í síðasta skiptið sem þeir sáust var pantaður bíll samkvænt venju, og fylgdi Kjarval honum út, enda var ekki um annað að ræða en hann borgaði fyrir bílinn þangað sem Finnbogi ætlaði. Finnbogi og Kjarval áttust einhver orð við aftan við bílinneftir að hann hafði greitt farið og voru þeir að kveðjast. Þá rauk bíllinn af stað. Kjarval varð svo reiður að Finbogi hafði aldrei séð aðrar eins hamfarir. "Hvað er þetta, er þetta brjálaður maður sem þeir senda mér?" hrópa hann á eftir faratækinu. Hann stökk bókstaflega í loft upp. Svo rauk hann í símann og sagði þeim á stöðinni að þeir hefðu sent sér bandvitlausan mann.
bls. 289: Átroðningur sem Kjarval varð fyrir óx jafnt og þétt eftir að haan flutti inn í Blikksmiðju Breiðfjörðs. Hann hafði ama af þessum átroðningi. Stundum voru á ferli sömu gestir og sótt höfðu til hans í Austurstræti12. Þeir komu til hans og heimtuðu brennivín, en hann tók jafnan af skarið og sagði: Hér inni er ekkrt vín. Það sagði hann satt, en í kassa frammi á stigapalli geymdi hann áfengi sem margir urðu til að senda honumí þakklætis og vináttuskyni. Teppi var ofan á kassanum og sátu hinir þorstlátu á þessum kassa og biðu áheyrnar.
bls. 292 Það bar við þegar hann var að koma úr túr frá að málasvona um fimmleitið síðdegis að hann veifðai þeim Pétri og Ólafi í gegnum búðargluggann. Þá hlupu þeir strax til hans því þeir urðu að vera fljótir. "Þið komið með hvítvínið," sagði hann. "Ég fer að sjóða ýsuna." Og það mátti aldrei sjóða fisk nema við gullúr. Hann átti forláta gullúr sem hann geymdi í kassa og snerti aldrei nema þegar hann sauð fisk. Úrið hafði hann fengið að gjöf. Þegar félagarnir komu með hvítvínið stóð Kjarval á stigapallinum glaður og kátur og var að lýsa því hve hann hlakkaði mikið til að borða ýsuna. Þeir byrjuðu á því að taka upp hvítvínsflösku og hella víninu á könnu, en Kjarval brá könnunni á varir sér og svolgraði stórum. Stundum var líka glæra (brennivín) og gilligogg (ýmislegt góðgæti) með í spilinu, (Athugun mín. Hér er ekki verið að ræða um mann á besta aldri heldur gamalmenni sem svolgrar áfengið. Eða eins og þú hefur bent á Kristinn, afi var svo mikil persóna, bæði í augum fólks og alvöru að fólk tók kannski ekki eftir hvesu hrumur hann var orðinn seinast áður en að hann fór á spítalann .)
bls. 294: Samvistir þeirra félaga og Kjarvals á Hótel Borg voru með öðrum hætti. Á seinni árum átti Kjarval það til að drekka nokkuð mikið af glæru, en oftast hittust þeir í kaffi.
bls. 306, (þetta er á afmæli Kjarvals 1965):"Menns tóðu í stofunni nær Tjarnargötunni og röbbuðu saman yfir fordrykk. Höfðu þeir Gylfi og dr. Bjarni (menntamálaráðherra og forsætisráðherra) ráðið með sér að þeir skyldu fara með Kjarvalupp á efri hæðina og afhenda honum orðuna þar. Þeir gengu því allir þrír upp í hornherbergið norðaustanvert í húsinu og var dr. Gylfi með orðuna í kassa sem hann lagði á borð sem stendur framam við sófa í herbeginu. Dr. Bjarni fékk sér sæti en dr. Gylfi og Kjarval stóðu á miðju gólfi. Dr. Bjarnifór þá að tala um orðuveitinguna, nánast að óska Kjarval til hamingju og þakka honum fyrir einstæðan skerf til listarinnar. Eitthvað sem Dr. Bjarni fór að tala um mun hafa farið í taugarnar á Kjarval þótt dr. Gylfi veitti því ekki athygli, nema allt í einu varð Kjarval mjög æstur og fór að tala einhverja vitleysu. Ráðherrarnir urðu alveg miður sín og var dr. Bjarni staðinn á fætur í þessum ósköpum. Þuldi Kjarval ýmislegt og fór m. a. að tala um hégómaskap í sambandi við orður. Sagði hann að sér hefði ekki verið sýndur sómi í lífinu og því væri verið að gera það þegar hann væri kominn á gamalsaldur. Hann var í fullkomnu uppnámi og eftir nokkra ræðu strunsaði hann út úr herbeginu og beint út úr húsinu án þess að koma við á hæðinni........"
bls. 309. (þetta er 10. júní 1966): Kjarval fékk stóran drykk af brennivíni og glas af appelsíni fyrir hádegisverð". (Innskot mitt, menn verða að muna að hér er verið að skrifa um gamalmenni
bls. 311: "Veturinn eftir þessa ferð (1966-67) skrifað Kjarval Birni á Ketilsstöðum og kvaðst hafa verið lasinn þá um veturinn."
bls. 312: Guðbergur Bergsson, rithöfundur, var um tíma næturvörður á hótelinu. Hann hefur skrifað að hann hafi kynnst Kjarval talsvert vel þau tvö ár sem hann hafði þennan starfa, "þá orðinn talsvert hrumur og drykkfelldur og kom ég honum oft í bælið, köldum og hröktum, stoltum og einmana en ekki vitund skrýtnum." Honum var afar hlýtt til Matthíasar Johannessen, en yfir höfuð var lund hans köld og hlutlaus. Og ég man hvað líkami hans var kaldur þegar ég kom honum ósjálfbjarga í rúmið."
Myndin hér á eftir tekin um sumarið 1968. Allir sjá að afi er farinn að leggja af, orðinn mjög horaður.
Ég væri ekki hissa ef Guðbergur væri að lýsa aukaverkunum frá lyfjunum sem afi var á en get ekkert fullyrt um það. Kv. Ingimundur Kjarval.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.4.2007 kl. 00:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.