Hér á eftir er svo sjúkraskýrslan frá Borgarspítalanum, skýrir sig algjörlega sjálf. Ég sleppi niðurstöðum úr rannsóknum sem hafa enga þýðingu hér (blóðrannsóknir og þessháttar).
Eftir að dómurinn féll 3. janúar síðastliðinn varð ég fyrir áfalli, mest vegna þess að ég fór að efast um eigin dómgreind, hafði sett traust mitt í dómarann Allan V. Magnússon. Síðan hef ég náð mér, orðinn þess fullviss að engin nema siðspilltur maður hefði getað komist að þeirri niðurstöðu sem Allan V. Magnússon gerði, Það stendur.
Eina ástæðan að ég birti þessr sjúkraskýrslur er úrskurður Allans V. Magnússonar, hann sem skipaði leynd yfir þessum skýrslum. Þar á móti hlýtur að koma að hann átti að meta þær áður en hann felldi dóminn. Virðist að Allan V. Magnússon hafi falið þær til þess að geta hundsað, engin önnur skýring. Ég tek fram að ég sá þessar skýrslur núna fyrst fyrir tveimur vikum þó að dómari og lögmenn hafi haft þær lengi undir höndum.
Má vera að mörgum finnist það sterk orð að kalla dómara siðspilltann en ég get ekki annað en sagt sem mér finnst að mjög hugsuðu máli.
Getur nokkur mótmælt því að maðurinn sem þessar sjúkraskýrslur eru um var gjörsamlega óhæfur að gefa allt sitt "munnlega"rúmlega tveimur mánuðum áður en þessar skýrslur byrja. Er það ekki siðferðislega rotinn dómari sem ákveður slíkt, það hlýtur að vera öllum ljóst sem lesa skýrslurnar.
Hér með skora ég á Allan V. Magnússon að ákæra mig eða að láta ákæra mig vegna þess að ég birti þessar skýrslur gegn boði hans. Ef hann gerir það ekki, hlýtur það að sýna að hann veit að það var rangt af honum að setja leynd á þær.
Kv. Ingimundur Kjarval
Borgarspítalinn
Geðdeild. Bsp. 2942
Geðdeildarnúmer 187 Jóhannes Sveinsson Kjarval f. 5. 11 1885,
Kv. Ingimundur Kjarval
Borgarspítalinn
Geðdeild. Bsp. 2942
Geðdeildarnúmer 187 Jóhannes Sveinsson Kjarval f. 5. 11 1885,
Sigtúni 7, R,
Vanda. Nafn Sveinn Kjarval
Tengsli sonur listmálari.
Heimli Sætúni 1 Seltjarnarn.
Sími h 15531 v.188317
Innlagningarlæknir Lyfjadeild Lsp.
Heimilslæknir
Aðrir læknar
Innritun 18.: 2. : 1969 kl. 11.30 frá lyfjadeild Lsp.
Brottskráning Dó 13.: 4. : 1972 kl. 18.40
Greining Dementia senilis, 290,00 (ellivitglöp/almennur ellihrumleiki. Þýðing geðlæknis)
(handskrifað) Elliglöp > Heilabilun (Alzeimer)
Fyrri vistir á G.B.
Vistir á öðrum Geðdeildum
Varúðarþörf: Gæzlumaður fylgir sjúkl. frá Landspítalanum, og mun dvelja hjá honum þar til öðru vísi verður ákveðið.
Nánari upplýsingar um innlagningu o.s. frv.
Í lok janúar mánaðar var sjúkl. lagður inn á lyfjadeild Lsp. Vegna cachexia(langvinn vannæring með tilheyrandi þróttleysi og þyngdartapi, þýðing geðlæknis) og confusio mentis, 2/ (rugl/óráð, þýðing geðlæknis)hefir dvalið þar þangað til hann er nú lagður hér inn til rannsóknar og meðferðar. Við komu er sjúkl. það ruglaður að ekki er viðlit að ná neinu skynsamlegu sambandi við hann, taka sjúkrasögu eða gera á honum kerfaskoðun. Verður því látið bíða þar til betur stendur á síðar, enda fylgja sjúklingi allgóðar upplýsingar frá lyfjadeild Lsp.
Handskrifað undir 1) Vaniuoðii (óskiljanlegt)
2) óráð
Borgarspítalinn
Vanda. Nafn Sveinn Kjarval
Tengsli sonur listmálari.
Heimli Sætúni 1 Seltjarnarn.
Sími h 15531 v.188317
Innlagningarlæknir Lyfjadeild Lsp.
Heimilslæknir
Aðrir læknar
Innritun 18.: 2. : 1969 kl. 11.30 frá lyfjadeild Lsp.
Brottskráning Dó 13.: 4. : 1972 kl. 18.40
Greining Dementia senilis, 290,00 (ellivitglöp/almennur ellihrumleiki. Þýðing geðlæknis)
(handskrifað) Elliglöp > Heilabilun (Alzeimer)
Fyrri vistir á G.B.
Vistir á öðrum Geðdeildum
Varúðarþörf: Gæzlumaður fylgir sjúkl. frá Landspítalanum, og mun dvelja hjá honum þar til öðru vísi verður ákveðið.
Nánari upplýsingar um innlagningu o.s. frv.
Í lok janúar mánaðar var sjúkl. lagður inn á lyfjadeild Lsp. Vegna cachexia(langvinn vannæring með tilheyrandi þróttleysi og þyngdartapi, þýðing geðlæknis) og confusio mentis, 2/ (rugl/óráð, þýðing geðlæknis)hefir dvalið þar þangað til hann er nú lagður hér inn til rannsóknar og meðferðar. Við komu er sjúkl. það ruglaður að ekki er viðlit að ná neinu skynsamlegu sambandi við hann, taka sjúkrasögu eða gera á honum kerfaskoðun. Verður því látið bíða þar til betur stendur á síðar, enda fylgja sjúklingi allgóðar upplýsingar frá lyfjadeild Lsp.
Handskrifað undir 1) Vaniuoðii (óskiljanlegt)
2) óráð
Borgarspítalinn
- Geðdeild Nafn Jóhannes Sveinsson Kjarval
Skrásetjandi læknir Þorgeir Jónsson Dags.
Vistaorsök og kvörtun sjúklings
Fjölskyldusaga
Persónusaga
Undanfarnir sjúkdómar
-----------------------------------
Núverandi geðhorf: Við innlagningu er sjúkl. allgjörlega ruglaður, skynjar þó auðsýnilega að hann er á sjúkrahúsi, að öllum líkindum ekki áttaður á stað og stund, fullkomlega óraunsær á ástand sitt allt tal samhengislaust, sýslar við dót sitt í tilgangsleysi, vill láta hringja í bíl fyrir sig og fara í burtu.
Lyf: T. Chlorpromazine 200 mg. X 3, T. Hydergin 1x3, T. Mogadon.
20. 2. 69 (Þ.J.) Líðan óbreitt. Lyf óbreytt.
23. 2. 69 (Þ.J.) Liðan mjög svipuð því sem var við innlagningu þó er sjúkli. Að ýmsu leiti sljórri og auðsýnilega undir heldur sterkum lyfjaáhrifum. Lyf: T, chlorpromazine 50+ 50+ 200mg. Annað óbreitt.
24.2.69 (Þ.J.) Er nú ekki eins þungur af lyfjum, líðan að öðru leiti óbreitt. Hefur átt í erfiðleikum með hægðir, reynir oft að hægja sér, en gengur auðsýnilega illa og klínir sjúkl. sjálfa sig og umhverfi sitt saur. Hann er því exploreraður rectalt og finnst dálítið af hörðum saur í ampulla, og er það tæmt út. Lyf óbreitt.
(Innskot mitt: Sumum mun finnast það örugglega óviðeigandi að ég birti þennan hluta sjúkraskýrslunar. Þar á móti vil ég nefna að ég heyrði kjaftasögur út í bæ um þennan atburð sem ungur maður á þessum tíma. Sagt við mig að faðir minn hefði látið loka föður sinn inni á Geðdeild og ekki leift honum að mál og, afi væri að reyna að mála með saurnum úr sér. Þetta gekk um bæinn þá og þess vegna að sleppi ég þessu ekk..)
Dagáll:
25. 2.69 (Þ.J.) Í morgun líður sjúkl. auðsýnilega mun betur, svaf að vísu fremur slitrótt í nótt, en er nú skýrari og viðmælanlegri en áður. Vöðvatonus virðist allur mjög aukinn og lyfjum því breytt í samræmi við það: T. Artane 5 mg. X 2,
28.2. 69 (Þ.J.) Líðan svipuð undanfarna daga. Sjúklingur er allvel skýr á milli en órólegur og ruglaður aðra tímana. Lyf T. Artane 5 mg. X 3, annað óbreitt.
5.3.69 (Þ.J.) Líðan óbreitt. Lyf óbreitt.
7.3. 69 (Þ.J.) Eins og áður skiptast á tímabili þar sem sjúkl. er skýr til viðtals á sinn hátt, en er svo aftur ruglaður og viðskotaillur á milli. Alláberandi er nú bjúgur á fótum, sjúklingur er hlustaður og kemur fram dálítil ´regla á hjartslætti, aftur á móti heyrast ekki slímhljóð neðan til í lungum. Tekið er því leitað ráða til hjartasérfræðings um meðferð á því.
10.3.69 (69) Undanfarna daga hefur sjúklingur verið að öllu leyti andlega og líkamlega veikari. Hann er bæði sljór og ruglaður, en auk þess máttfarinn. Þar sem Chlorpromazine
Virðist ekki gefa neinn varanlegan bata er ákveðið að hætta því lyfi í bili, en reyna annað.
Lyfjum er því breytt á eftirfarandi hátt: Sep. Chlorpromazine, T. Buronil mg 25+25+100 vesp., annað óbreytt.
20.3.69 (Þ.J.) Nú undanfarna daga hefir sjúkl. aftur orðið líkamlega hressari, er nú meira á ferðinni, sækir mikið í að brölta fram úr rúmi og út á ganga. Geðhorf óbreytt.
26.3.69 (69) Sjúkl. er nú líkamlega allhress, en andleg líðan hefir lítið breyst upp á síðkastið. Með köflum hefir gengið illa að fá hann til að taka lyf, og hefur hann því fengið lyfin með innspýtingu.
30.3.69 (Þ.J.) Sjúkl. er að vissu leyti við betri líðan nú síðustu dagana, tekur lyf möglunarlaust, er allur mildari í viðmóti og meðgjörlegri.
Lyf: T. Buronil 25 mg. X3+100vesp. Annað óbreytt.
2. 4.69 (Þ.J.) Líðan óbreytt ,sjúklingur er enn algjörlega confus. Lyf óbreytt.
5.4.69 (Þ.J.) Undanfarna 2 daga hefir sjúkling aftur liðið betur, hann er skýrari bæði í hugsun og eðlilegri í öllu fasi. Nú í morgun er hægt að halda uppi við hann allskynsamlegum samræðum um stund, og virðist hann fullkomlega áttaður á stund og stað. Lyf óbreytt.
12.4.69 (Þ.J.) Upp á síðkastið hefir lítil breyting orðið á líðan sjúklings önnur en sú að hann er sérstaklega illskeyttur á morgnana, æstur og erfitt að sefa hann.
Lyf: Cont. Buronil 50 mg. + 50mg.+25 mg. +100mg. Vesp.,
17.4.69(Þ.J.) Síðasta lyfjahækkun virðist hafa heldur góð áhrif á sjúkling, hann er rólegri en nokkuð ber á paranoiskum viðbrögðum. Þykir því rétt að herða enn á lyfjagjöf á eftirviðbrögðum. Þykir því rétt að herja enn á lyfjagjöf á eftirfarandi hátt: T. Buronil 50 mg. X+100 vesp., annað óbreytt.
29.4.69(Þ.J.) Undanfarin hálfan mánuð hefir sjúkl. greinilega farið fram. Þennan tíma hefir ekki borið á neinum æsingi, hann er viðráðanlegri, sefur betur um nætur, jafnvel dálítið heillegri í framkomu, enda þótt hann ennþá vilji vera annaðhvort mjög fáklæddur eða allsnakinn. Hann virðist nú ekki lengur beint confus, getur haldið uppi samræðum á svipaðan hátt og vitað er að hann hefur gert til lengri tíma, fer með stökur og ljóð. Blóðrannsókn leiðir í ljós að um dálítinn folisýruskort er að ræða, og fær sjúkl. því framvegis t. Acidi folici 2x3 á dag.
6.5.69 (69) Rannsóknir hafa leitt í ljós að sjúkl. skortir bæði folinsýru og B12 vítamína. Blóðmynd bendir þó að öðru leyti ekki á macroytera-anemíu, en til þess að ganga algjörlega skugga um það er í dag gerð mergstunga hjá súkl. Beðið verður eftir niðurstöðum hennar um tilheyrandi lyfjagjöf.
Undanfarna viku hefir sjúklingi liðið mun betur, er nú að öllu leyti skýrari og heillegri. Hann er nú svo til æsingalaus, klæðist fötum meir en áður. Dálítillar syfju hefur gætt undanfarna daga, og er lyfjum því breytt á eftirfarandi hátt: T. Buronil 25 +25+50+100mg. vesp.
10.5.69(Þ.J.) Eftir að lyfjameðferð var létt fór sjúklingur aftur að verða dálítið órólegri og viðskotaverri. Paranoisk viðbrögð hafa komið fram og er sjúkl. allillskeyttur í viðskiptum sínum við hjúkrunarkonur. Lyfjum verður því breytt aftur á eftirfarandi hátt:
T. Buronil 25+50+150mg. vesp.
19.5.69(Þ.J.) Við hækkaða lyfjagjöf virðist sjúkl. líða betur, hann sefur rólega, ekki eins viðskotaillur, er meðgjörlegri að öllu leyti. Niðurstöður af mergstungu liggja fyrir og eru ekki afgerandi, gætu þó bent á byrjandi macrocytera-anemíu. Í ráði er því að taka aftur blóð til rannsóknar á B12 og folinsýru, en að því loknu byrja að gefa sjúkl. B12 í stórum
Skömmtum og folinsýru.
25.5.69(Þ.J.) Um kl. 11.00 í morgun var sjúkl. á stjái hér á ganginum, varð þá fótaskortur og féll með höfuðið aftanvert á dyrakarm. Myndaðist þar 2 ½ cm langur skurður, var sjúkl. Þá fluttur á Slysavarðstofu og sárið saumað saman. Ekki varð mikið um þetta áfall, en þegar verið var að búa um hann aftur í rúminu að lokinni aðgerð kvartaði hann um kuldaskjálfta. Nú undir kvöldið hækkaði hiti hjá sjúkl., var með 38.5 kl. 7.30 en 39.4 kl. 9.30 í kvöld. Sjúkl. er rannsakaður, hjartahljóð er eðlilegt, lungnahljóð erfitt að heyra greinlega vegna vöðvaskjálfta, öndun 24 á mín. Púls 96/mín. Hann er mjög heitur og sveittur, auðsýnilega dasaður af hitanum, kvartar ekki. Þar sem sjúkl. hefir stríplast allmikið undanfarið þrátt fyrir nákvæma pössun þykir ekki ólíklegt að hér sé um einhverja lungnainfection að ræða. Er því ákveðið að gefa honum Penicillin, fyrst um sinn 1 millj. Ein. á 4ra stunda fresti.
26.5.69 (Þ.J) Sjúkl. er nú mun hressari, hiti aðeins 37.8. Hann er dálítið máttfarinn en líður að öðru leiti ekki illa. Lyf óbreytt.
27.5.69 (Þ.J.) Sjúkl. er nú hitalaus er talinn nægilrga hress til þess að flytja hann á röngtendeild til lungnamyndunar. Kemur til þess að flytja hann á röngtendeild til lungnamyndunar. Kemur þá í l´jos lungnabólga á báðum lungum neðanverðu. Lyf óbreytt.
2.6.69(Þ.J.) Líðan að öllu leiti betri, bæði andleg og líkamleg. Ber sig nú með aðstoð eins og fyrir veikindin, nærist, sefur og hvílist vel. Lyf óbreytt. Control-mynd af lungum eftir 1-2 daga.
5.6.69 (Þ.J) Control-mynd af lungum sýnir enn svo til óbreyttan process. Liðan sjúklings a öðru leyti batnandi. Lyf óbreytt.
12.6.69 (Þ.J.) Óbreytt líðan. Lyf óbreytt.
19.6.69 (Þ.J.) Control mynd af lungum sýnir svo til óbreytt ástand, þó virðist bólgan nú minni v.megin. Lyf óbreytt.
3.7.69 (M.S.) Sjúkl. hefur verið þægilegur í meðferðum að undanförnu en dementtian fer sízt minnkandi.
11.7.69 (M.Sk.) Geðrænt ástand óbreytt. Síðustu rannsóknir sýna að sjúkl. hefur þann 23.5. haft 120 PML pr. Liter af B12 vitamini sem er lítið eitt undir nerði normal-mörkum, en þ. 24.6. 80 MICROG/L af Folinsýrugjöf sem er langt yfir efri normalmörkum. Verður því Folinsýrugjöf hætt í bráð en sennilega er réttast að gefa sjúkl. 1 eða fleiri Cycobemin inj. Mergstunga bendir þó tæpast til þess að hér sé um anema perniciosu að ræða og Retyculocytar voru aðeins 8 pro mill 24.6. þá var hemoglobin 12.4 g. %, hafði hækkað, sökk var 4 mm. hafði lækkað úr 12, hv.blk. 7900 og piff talning nánast eðlileg . Röngtenrannsókn 19.6. sýndi að enn var talsv. Infilttration svo og blóðstatus.
23.7.69(M.Sk.) Ný lungnamynd var tekin 17.7. s.l. og kom í ljós að processing í h. Lunga hefur hreinsað sig mjög vel og aðeins eru eftir fibrotisk atelectatisk strik basalat í lobus medius. Ítarleg blóðrannsókn var og gerð þennan dag (sjá rannsóknarblað) og kom í ljós að hemoglobin er enn 11.5g.% en blóðmynd að öðru leiti nánast eðlileg, st.blóðk. og hemogl. Innihald eðlil. Og Cycohemin og Folinsýsru meðferðin virðast lítið gera.
1.8.69(N.Sk.) Sjúkl. hefur nú fengið járntöflur undanfarið og er hemoglobin nú 12,6, g%. Andlegt og líkamlegt ástand svipað og áður. Stundum hefur komið mikið slen og máttleysi yfir sjúkl., en það stendur sjaldnast lengur en 1-2 daga, og hefur ekkert nýtt athugavert fundizt við líkamlegt heilsufar.
15.8.69 (Þ.J.) Engin frávik frá því sem undanfarið hefur verið, lyf óbreytt.
30.8.69 (Þ.J.) Engin frávik frá því sem undanfarið hefur verið lyf óbreytt.
10.9.60(Þ.J) Líðan óbreytt. Rétt þykir að athuga að nýju Folinsýru og B12 búskap sjúkl. , og er því sýni sent til rannsóknar. Lyf óbreytt.
12.10. 69 (Þ.J.) Rannsóknir á folinsýru og B12 búskap sjúklings voru innan eðlielegra vikmarka. Heilsufar sjúklings er í engu frábrugðið því, sem verðir hefur undanfarið mánuði, virðast hér allt að því hátt bundnar sveiflur á ferðinni, drungi og mikill svefn 3-4 daga, eftir það róleg vaka með hægt vaxandi sljóleika, þá kemur tímabil þar sem sjúklingur sefur lítið í eina til tvær nætur, er þá mikið á ferðinni orðljótur og hyggst þá alla ofsækja sig. Eftir það kemur nokkuð eðlilegt ástand eins og áður er lýst án nokkura
Lyf óbreytt.
31.12.69 (Þ.J) S.l. 3mánuði hefur ekkert sérstkat borið til tíðinda um heilsufar sjúklings, og nú um þessi áramót er ástand hans svipað og hér að framan er lýst. Lyf óbreytt.
20.3.70 (Þ.J.) Líðan hefur verið mjög svipuð undanfarna mánuði eins og áður er lýst, með nokkuð háttbundnum sveiflum. Ennþá er af og til hægt aðð tala við hann um stundarsakir og heldur hann þá þræði að mestu, jafnvel þó óljóst sé með köflum. Lyf óbreytt.
17.7.70(Þ.J.) Líðan hefur til skamms tíma verið svipuð að öllu leyti, mjög litlar breytingar orðið á geðheilsu. Undanfarna daga virðist sjúklingi hafa verið dálitið þungt um andadrátt, og var því kvödd til medicinsk consultation. Gerð er mjög alhliða rannsókn, þ.á.m. rannsókn á folinsýru, B12, tyrosin-mæling, ásamt lungna og hjartamynd og hjartalínuriti. Allar rannsóknir eru eðlilegar, nema hjartalínurit, sem leiðir í ljós hæga fibrillato atriorum. Er sjúkl. Þá Digitalisseraður um tíma, en lyf að öðru leyti óbreytt.
15.8.70 (Þ.J) Áðurnefnd gangtruflun á hjarta lagaðist á skömmum tíma við Digoxin-gjöf og starfar hjarta hans nú alveg eðlilega. Líðan að öðru leiti svipuð, Þó hefur sjúklingur verið í ´rólegra lagi nú undanfarna 3 daga. Ákveðið er því að auka lyfjagjöf dálítið:
T. Buronil 25 mg. x+375mg. vesp.
10.9.70 (Þ.J.) Síðustu vikur hefur sjúkl. verið í góðu formi, verið dálítið á ferðinni, dálítið viðmælandi með köflum, gefur verði og umhverfi gætur. Í morgun var mjög sólríkt og fagurt veður er ég kom hér á deildina, stóð þá meistarinn hér við gang gluggann, horfði mót suðurausturfjöllunum, tærum og ferskum í sólarljómanum, og hneigði sig fyrir þessu útsýni í andakt. Honum hefur verið boðið að hafa hjá sér áhöld til þess að teikna eða mála, en hafnar því. Lyf óbreytt.
15.11.70 (Þ.J) Í dag er meistarinn 85 ára gamall. Nokkrir vinir hans komu í heimsókn og dvöldu hjá honum í u.þ.b. klukkustund . Að sögn þeirra virtist hann njóta þessara heimsóknar og hélt uppi samræðum við þá allan þennan tíma, og voru þeir ánægðir með það sem út úr því kom, þegar tillit er tekið til allra aðstæðna, enda allir nákunnugir sjúklingi. Lyf óbreytt.
31.12.70 (Þ.J) Sjúkl. hefur nú dvalið hér undir það 2 ár, og hefir heilsu hans smá saman hrakað þennan tíma. Fullvíst er að hann þekkir nú hvorki lækna né hjúkrunarfólk með nafni, en ber góð kennsl á starfsfólkið að öðru leiti. Ekkert sérstakt hefur borið út af heilsu hans undanfarnar vikur. Lyf óbreitt.
15.3.71 (Þ.J) Frá því um s.l. áramót hefur ekkert sérstakt borið út af með heilsu sjúklings, líkamskraftar hans endast furðanlega, og getur hann því óstuddur og á allrar hjálpar borið sig hér um gangana. Sveiflur hans eru periodiskar eins og áður. Sljóleiki virðist smáaukast, þó hægt fari, og koma ennþá dálítil, stutt en skýr tímabil inn á milli.Lyf óbreytt.
25. 6.71 (Þ.J.) Í stórum dráttum hefur heilsufar lítið breytzt nú undanfarna mánuði, þó hallar alltaf undan fæti, þó hægt fari. Blóðstatus og aðrar rannsóknir hafa engum breytingum tekið nú upp á síðkastið. Lyf óbreytt.
30.9.71(Þ.J) Ástand hefur ekki tekið stórsígum breytingum nú undanfarna 3 mánuði, enda þótt auðsýnilega sé um hæga en ákveðan hrörnun að ræða. Eins og áður kom hér fram, hefur meistarinn ekki sýnt neina tilburði til myndlistar, eftir a hann kom hingað inn á deildina, jafnan hafnað því ef honum hefur verið boðin tæki til þess. Hins vegar bar svo til í morgun er litið var inn til hans að hann lá í rúmi sínu í djúpum svefni, h. Framhandleggur reistur upp til hálfs, en fram úr hægri sem orðin er grönn og sinaber, hékk gulleitur blýantur, oddbrotinn. Þetta var eftirminnileg sjón þeim sem horfðu á. Lyf óbreytt.
30.12.71 (Þ.J) Eins og framan getur hallar alltaf undanfæri, enda þótt mjög hægt fari. Sjúkl. hefur nú litla fótaferð, fer þó alltaf eitthvað fram úr rúmi á hverjum degi, ekki þó alltaf út úr stofu sinni. Lyf óbreytt.
26.2.72 (Þ.J.) Snemma í morgun þegar litið var inn til sjúklings virtist hann í djúpum svefni, og þegar farið var að gera honum til góða, kom í ljós að hann var meðvitundarlaus og lamaður v. Megin. Þótti þá ´synt að um heilablóðfall var að ræða. Þegar leið að kveldi fór hiti að hækka, var sjúkl. þá gefið Penbritin í innspýtingum, 250 mg.x 4, en auk þess glucosuupplausn í æð.
12.4.72(Þ.J) Sjúkl. er búinn að fá bólgu í bæði lungu, hefir háan hita og er auðsýnilega langt leiddur. Lyf: Inj. Streptomycini 1 gr. X 2, annað óbreytt.
13.4.72 (Þ.J) Sjúkl. hefur hrakað mjög nú sl. Sólarhring, og strax í morgun var auðséð að hverju fór. Hann lézt nú í kvöld, laust fyrir kl.20.00.
Skrásetjandi læknir Þorgeir Jónsson Dags.
Vistaorsök og kvörtun sjúklings
Fjölskyldusaga
Persónusaga
Undanfarnir sjúkdómar
-----------------------------------
Núverandi geðhorf: Við innlagningu er sjúkl. allgjörlega ruglaður, skynjar þó auðsýnilega að hann er á sjúkrahúsi, að öllum líkindum ekki áttaður á stað og stund, fullkomlega óraunsær á ástand sitt allt tal samhengislaust, sýslar við dót sitt í tilgangsleysi, vill láta hringja í bíl fyrir sig og fara í burtu.
Lyf: T. Chlorpromazine 200 mg. X 3, T. Hydergin 1x3, T. Mogadon.
20. 2. 69 (Þ.J.) Líðan óbreitt. Lyf óbreytt.
23. 2. 69 (Þ.J.) Liðan mjög svipuð því sem var við innlagningu þó er sjúkli. Að ýmsu leiti sljórri og auðsýnilega undir heldur sterkum lyfjaáhrifum. Lyf: T, chlorpromazine 50+ 50+ 200mg. Annað óbreitt.
24.2.69 (Þ.J.) Er nú ekki eins þungur af lyfjum, líðan að öðru leiti óbreitt. Hefur átt í erfiðleikum með hægðir, reynir oft að hægja sér, en gengur auðsýnilega illa og klínir sjúkl. sjálfa sig og umhverfi sitt saur. Hann er því exploreraður rectalt og finnst dálítið af hörðum saur í ampulla, og er það tæmt út. Lyf óbreitt.
(Innskot mitt: Sumum mun finnast það örugglega óviðeigandi að ég birti þennan hluta sjúkraskýrslunar. Þar á móti vil ég nefna að ég heyrði kjaftasögur út í bæ um þennan atburð sem ungur maður á þessum tíma. Sagt við mig að faðir minn hefði látið loka föður sinn inni á Geðdeild og ekki leift honum að mál og, afi væri að reyna að mála með saurnum úr sér. Þetta gekk um bæinn þá og þess vegna að sleppi ég þessu ekk..)
Dagáll:
25. 2.69 (Þ.J.) Í morgun líður sjúkl. auðsýnilega mun betur, svaf að vísu fremur slitrótt í nótt, en er nú skýrari og viðmælanlegri en áður. Vöðvatonus virðist allur mjög aukinn og lyfjum því breytt í samræmi við það: T. Artane 5 mg. X 2,
28.2. 69 (Þ.J.) Líðan svipuð undanfarna daga. Sjúklingur er allvel skýr á milli en órólegur og ruglaður aðra tímana. Lyf T. Artane 5 mg. X 3, annað óbreitt.
5.3.69 (Þ.J.) Líðan óbreitt. Lyf óbreitt.
7.3. 69 (Þ.J.) Eins og áður skiptast á tímabili þar sem sjúkl. er skýr til viðtals á sinn hátt, en er svo aftur ruglaður og viðskotaillur á milli. Alláberandi er nú bjúgur á fótum, sjúklingur er hlustaður og kemur fram dálítil ´regla á hjartslætti, aftur á móti heyrast ekki slímhljóð neðan til í lungum. Tekið er því leitað ráða til hjartasérfræðings um meðferð á því.
10.3.69 (69) Undanfarna daga hefur sjúklingur verið að öllu leyti andlega og líkamlega veikari. Hann er bæði sljór og ruglaður, en auk þess máttfarinn. Þar sem Chlorpromazine
Virðist ekki gefa neinn varanlegan bata er ákveðið að hætta því lyfi í bili, en reyna annað.
Lyfjum er því breytt á eftirfarandi hátt: Sep. Chlorpromazine, T. Buronil mg 25+25+100 vesp., annað óbreytt.
20.3.69 (Þ.J.) Nú undanfarna daga hefir sjúkl. aftur orðið líkamlega hressari, er nú meira á ferðinni, sækir mikið í að brölta fram úr rúmi og út á ganga. Geðhorf óbreytt.
26.3.69 (69) Sjúkl. er nú líkamlega allhress, en andleg líðan hefir lítið breyst upp á síðkastið. Með köflum hefir gengið illa að fá hann til að taka lyf, og hefur hann því fengið lyfin með innspýtingu.
30.3.69 (Þ.J.) Sjúkl. er að vissu leyti við betri líðan nú síðustu dagana, tekur lyf möglunarlaust, er allur mildari í viðmóti og meðgjörlegri.
Lyf: T. Buronil 25 mg. X3+100vesp. Annað óbreytt.
2. 4.69 (Þ.J.) Líðan óbreytt ,sjúklingur er enn algjörlega confus. Lyf óbreytt.
5.4.69 (Þ.J.) Undanfarna 2 daga hefir sjúkling aftur liðið betur, hann er skýrari bæði í hugsun og eðlilegri í öllu fasi. Nú í morgun er hægt að halda uppi við hann allskynsamlegum samræðum um stund, og virðist hann fullkomlega áttaður á stund og stað. Lyf óbreytt.
12.4.69 (Þ.J.) Upp á síðkastið hefir lítil breyting orðið á líðan sjúklings önnur en sú að hann er sérstaklega illskeyttur á morgnana, æstur og erfitt að sefa hann.
Lyf: Cont. Buronil 50 mg. + 50mg.+25 mg. +100mg. Vesp.,
17.4.69(Þ.J.) Síðasta lyfjahækkun virðist hafa heldur góð áhrif á sjúkling, hann er rólegri en nokkuð ber á paranoiskum viðbrögðum. Þykir því rétt að herða enn á lyfjagjöf á eftirviðbrögðum. Þykir því rétt að herja enn á lyfjagjöf á eftirfarandi hátt: T. Buronil 50 mg. X+100 vesp., annað óbreytt.
29.4.69(Þ.J.) Undanfarin hálfan mánuð hefir sjúkl. greinilega farið fram. Þennan tíma hefir ekki borið á neinum æsingi, hann er viðráðanlegri, sefur betur um nætur, jafnvel dálítið heillegri í framkomu, enda þótt hann ennþá vilji vera annaðhvort mjög fáklæddur eða allsnakinn. Hann virðist nú ekki lengur beint confus, getur haldið uppi samræðum á svipaðan hátt og vitað er að hann hefur gert til lengri tíma, fer með stökur og ljóð. Blóðrannsókn leiðir í ljós að um dálítinn folisýruskort er að ræða, og fær sjúkl. því framvegis t. Acidi folici 2x3 á dag.
6.5.69 (69) Rannsóknir hafa leitt í ljós að sjúkl. skortir bæði folinsýru og B12 vítamína. Blóðmynd bendir þó að öðru leyti ekki á macroytera-anemíu, en til þess að ganga algjörlega skugga um það er í dag gerð mergstunga hjá súkl. Beðið verður eftir niðurstöðum hennar um tilheyrandi lyfjagjöf.
Undanfarna viku hefir sjúklingi liðið mun betur, er nú að öllu leyti skýrari og heillegri. Hann er nú svo til æsingalaus, klæðist fötum meir en áður. Dálítillar syfju hefur gætt undanfarna daga, og er lyfjum því breytt á eftirfarandi hátt: T. Buronil 25 +25+50+100mg. vesp.
10.5.69(Þ.J.) Eftir að lyfjameðferð var létt fór sjúklingur aftur að verða dálítið órólegri og viðskotaverri. Paranoisk viðbrögð hafa komið fram og er sjúkl. allillskeyttur í viðskiptum sínum við hjúkrunarkonur. Lyfjum verður því breytt aftur á eftirfarandi hátt:
T. Buronil 25+50+150mg. vesp.
19.5.69(Þ.J.) Við hækkaða lyfjagjöf virðist sjúkl. líða betur, hann sefur rólega, ekki eins viðskotaillur, er meðgjörlegri að öllu leyti. Niðurstöður af mergstungu liggja fyrir og eru ekki afgerandi, gætu þó bent á byrjandi macrocytera-anemíu. Í ráði er því að taka aftur blóð til rannsóknar á B12 og folinsýru, en að því loknu byrja að gefa sjúkl. B12 í stórum
Skömmtum og folinsýru.
25.5.69(Þ.J.) Um kl. 11.00 í morgun var sjúkl. á stjái hér á ganginum, varð þá fótaskortur og féll með höfuðið aftanvert á dyrakarm. Myndaðist þar 2 ½ cm langur skurður, var sjúkl. Þá fluttur á Slysavarðstofu og sárið saumað saman. Ekki varð mikið um þetta áfall, en þegar verið var að búa um hann aftur í rúminu að lokinni aðgerð kvartaði hann um kuldaskjálfta. Nú undir kvöldið hækkaði hiti hjá sjúkl., var með 38.5 kl. 7.30 en 39.4 kl. 9.30 í kvöld. Sjúkl. er rannsakaður, hjartahljóð er eðlilegt, lungnahljóð erfitt að heyra greinlega vegna vöðvaskjálfta, öndun 24 á mín. Púls 96/mín. Hann er mjög heitur og sveittur, auðsýnilega dasaður af hitanum, kvartar ekki. Þar sem sjúkl. hefir stríplast allmikið undanfarið þrátt fyrir nákvæma pössun þykir ekki ólíklegt að hér sé um einhverja lungnainfection að ræða. Er því ákveðið að gefa honum Penicillin, fyrst um sinn 1 millj. Ein. á 4ra stunda fresti.
26.5.69 (Þ.J) Sjúkl. er nú mun hressari, hiti aðeins 37.8. Hann er dálítið máttfarinn en líður að öðru leiti ekki illa. Lyf óbreytt.
27.5.69 (Þ.J.) Sjúkl. er nú hitalaus er talinn nægilrga hress til þess að flytja hann á röngtendeild til lungnamyndunar. Kemur til þess að flytja hann á röngtendeild til lungnamyndunar. Kemur þá í l´jos lungnabólga á báðum lungum neðanverðu. Lyf óbreytt.
2.6.69(Þ.J.) Líðan að öllu leiti betri, bæði andleg og líkamleg. Ber sig nú með aðstoð eins og fyrir veikindin, nærist, sefur og hvílist vel. Lyf óbreytt. Control-mynd af lungum eftir 1-2 daga.
5.6.69 (Þ.J) Control-mynd af lungum sýnir enn svo til óbreyttan process. Liðan sjúklings a öðru leyti batnandi. Lyf óbreytt.
12.6.69 (Þ.J.) Óbreytt líðan. Lyf óbreytt.
19.6.69 (Þ.J.) Control mynd af lungum sýnir svo til óbreytt ástand, þó virðist bólgan nú minni v.megin. Lyf óbreytt.
3.7.69 (M.S.) Sjúkl. hefur verið þægilegur í meðferðum að undanförnu en dementtian fer sízt minnkandi.
11.7.69 (M.Sk.) Geðrænt ástand óbreytt. Síðustu rannsóknir sýna að sjúkl. hefur þann 23.5. haft 120 PML pr. Liter af B12 vitamini sem er lítið eitt undir nerði normal-mörkum, en þ. 24.6. 80 MICROG/L af Folinsýrugjöf sem er langt yfir efri normalmörkum. Verður því Folinsýrugjöf hætt í bráð en sennilega er réttast að gefa sjúkl. 1 eða fleiri Cycobemin inj. Mergstunga bendir þó tæpast til þess að hér sé um anema perniciosu að ræða og Retyculocytar voru aðeins 8 pro mill 24.6. þá var hemoglobin 12.4 g. %, hafði hækkað, sökk var 4 mm. hafði lækkað úr 12, hv.blk. 7900 og piff talning nánast eðlileg . Röngtenrannsókn 19.6. sýndi að enn var talsv. Infilttration svo og blóðstatus.
23.7.69(M.Sk.) Ný lungnamynd var tekin 17.7. s.l. og kom í ljós að processing í h. Lunga hefur hreinsað sig mjög vel og aðeins eru eftir fibrotisk atelectatisk strik basalat í lobus medius. Ítarleg blóðrannsókn var og gerð þennan dag (sjá rannsóknarblað) og kom í ljós að hemoglobin er enn 11.5g.% en blóðmynd að öðru leiti nánast eðlileg, st.blóðk. og hemogl. Innihald eðlil. Og Cycohemin og Folinsýsru meðferðin virðast lítið gera.
1.8.69(N.Sk.) Sjúkl. hefur nú fengið járntöflur undanfarið og er hemoglobin nú 12,6, g%. Andlegt og líkamlegt ástand svipað og áður. Stundum hefur komið mikið slen og máttleysi yfir sjúkl., en það stendur sjaldnast lengur en 1-2 daga, og hefur ekkert nýtt athugavert fundizt við líkamlegt heilsufar.
15.8.69 (Þ.J.) Engin frávik frá því sem undanfarið hefur verið, lyf óbreytt.
30.8.69 (Þ.J.) Engin frávik frá því sem undanfarið hefur verið lyf óbreytt.
10.9.60(Þ.J) Líðan óbreytt. Rétt þykir að athuga að nýju Folinsýru og B12 búskap sjúkl. , og er því sýni sent til rannsóknar. Lyf óbreytt.
12.10. 69 (Þ.J.) Rannsóknir á folinsýru og B12 búskap sjúklings voru innan eðlielegra vikmarka. Heilsufar sjúklings er í engu frábrugðið því, sem verðir hefur undanfarið mánuði, virðast hér allt að því hátt bundnar sveiflur á ferðinni, drungi og mikill svefn 3-4 daga, eftir það róleg vaka með hægt vaxandi sljóleika, þá kemur tímabil þar sem sjúklingur sefur lítið í eina til tvær nætur, er þá mikið á ferðinni orðljótur og hyggst þá alla ofsækja sig. Eftir það kemur nokkuð eðlilegt ástand eins og áður er lýst án nokkura
Lyf óbreytt.
31.12.69 (Þ.J) S.l. 3mánuði hefur ekkert sérstkat borið til tíðinda um heilsufar sjúklings, og nú um þessi áramót er ástand hans svipað og hér að framan er lýst. Lyf óbreytt.
20.3.70 (Þ.J.) Líðan hefur verið mjög svipuð undanfarna mánuði eins og áður er lýst, með nokkuð háttbundnum sveiflum. Ennþá er af og til hægt aðð tala við hann um stundarsakir og heldur hann þá þræði að mestu, jafnvel þó óljóst sé með köflum. Lyf óbreytt.
17.7.70(Þ.J.) Líðan hefur til skamms tíma verið svipuð að öllu leyti, mjög litlar breytingar orðið á geðheilsu. Undanfarna daga virðist sjúklingi hafa verið dálitið þungt um andadrátt, og var því kvödd til medicinsk consultation. Gerð er mjög alhliða rannsókn, þ.á.m. rannsókn á folinsýru, B12, tyrosin-mæling, ásamt lungna og hjartamynd og hjartalínuriti. Allar rannsóknir eru eðlilegar, nema hjartalínurit, sem leiðir í ljós hæga fibrillato atriorum. Er sjúkl. Þá Digitalisseraður um tíma, en lyf að öðru leyti óbreytt.
15.8.70 (Þ.J) Áðurnefnd gangtruflun á hjarta lagaðist á skömmum tíma við Digoxin-gjöf og starfar hjarta hans nú alveg eðlilega. Líðan að öðru leiti svipuð, Þó hefur sjúklingur verið í ´rólegra lagi nú undanfarna 3 daga. Ákveðið er því að auka lyfjagjöf dálítið:
T. Buronil 25 mg. x+375mg. vesp.
10.9.70 (Þ.J.) Síðustu vikur hefur sjúkl. verið í góðu formi, verið dálítið á ferðinni, dálítið viðmælandi með köflum, gefur verði og umhverfi gætur. Í morgun var mjög sólríkt og fagurt veður er ég kom hér á deildina, stóð þá meistarinn hér við gang gluggann, horfði mót suðurausturfjöllunum, tærum og ferskum í sólarljómanum, og hneigði sig fyrir þessu útsýni í andakt. Honum hefur verið boðið að hafa hjá sér áhöld til þess að teikna eða mála, en hafnar því. Lyf óbreytt.
15.11.70 (Þ.J) Í dag er meistarinn 85 ára gamall. Nokkrir vinir hans komu í heimsókn og dvöldu hjá honum í u.þ.b. klukkustund . Að sögn þeirra virtist hann njóta þessara heimsóknar og hélt uppi samræðum við þá allan þennan tíma, og voru þeir ánægðir með það sem út úr því kom, þegar tillit er tekið til allra aðstæðna, enda allir nákunnugir sjúklingi. Lyf óbreytt.
31.12.70 (Þ.J) Sjúkl. hefur nú dvalið hér undir það 2 ár, og hefir heilsu hans smá saman hrakað þennan tíma. Fullvíst er að hann þekkir nú hvorki lækna né hjúkrunarfólk með nafni, en ber góð kennsl á starfsfólkið að öðru leiti. Ekkert sérstakt hefur borið út af heilsu hans undanfarnar vikur. Lyf óbreitt.
15.3.71 (Þ.J) Frá því um s.l. áramót hefur ekkert sérstakt borið út af með heilsu sjúklings, líkamskraftar hans endast furðanlega, og getur hann því óstuddur og á allrar hjálpar borið sig hér um gangana. Sveiflur hans eru periodiskar eins og áður. Sljóleiki virðist smáaukast, þó hægt fari, og koma ennþá dálítil, stutt en skýr tímabil inn á milli.Lyf óbreytt.
25. 6.71 (Þ.J.) Í stórum dráttum hefur heilsufar lítið breytzt nú undanfarna mánuði, þó hallar alltaf undan fæti, þó hægt fari. Blóðstatus og aðrar rannsóknir hafa engum breytingum tekið nú upp á síðkastið. Lyf óbreytt.
30.9.71(Þ.J) Ástand hefur ekki tekið stórsígum breytingum nú undanfarna 3 mánuði, enda þótt auðsýnilega sé um hæga en ákveðan hrörnun að ræða. Eins og áður kom hér fram, hefur meistarinn ekki sýnt neina tilburði til myndlistar, eftir a hann kom hingað inn á deildina, jafnan hafnað því ef honum hefur verið boðin tæki til þess. Hins vegar bar svo til í morgun er litið var inn til hans að hann lá í rúmi sínu í djúpum svefni, h. Framhandleggur reistur upp til hálfs, en fram úr hægri sem orðin er grönn og sinaber, hékk gulleitur blýantur, oddbrotinn. Þetta var eftirminnileg sjón þeim sem horfðu á. Lyf óbreytt.
30.12.71 (Þ.J) Eins og framan getur hallar alltaf undanfæri, enda þótt mjög hægt fari. Sjúkl. hefur nú litla fótaferð, fer þó alltaf eitthvað fram úr rúmi á hverjum degi, ekki þó alltaf út úr stofu sinni. Lyf óbreytt.
26.2.72 (Þ.J.) Snemma í morgun þegar litið var inn til sjúklings virtist hann í djúpum svefni, og þegar farið var að gera honum til góða, kom í ljós að hann var meðvitundarlaus og lamaður v. Megin. Þótti þá ´synt að um heilablóðfall var að ræða. Þegar leið að kveldi fór hiti að hækka, var sjúkl. þá gefið Penbritin í innspýtingum, 250 mg.x 4, en auk þess glucosuupplausn í æð.
12.4.72(Þ.J) Sjúkl. er búinn að fá bólgu í bæði lungu, hefir háan hita og er auðsýnilega langt leiddur. Lyf: Inj. Streptomycini 1 gr. X 2, annað óbreytt.
13.4.72 (Þ.J) Sjúkl. hefur hrakað mjög nú sl. Sólarhring, og strax í morgun var auðséð að hverju fór. Hann lézt nú í kvöld, laust fyrir kl.20.00.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Athugasemdir
Ágæti Ingimundur. Ég er læknir. Mér finnst ekki rétt að birta sjúkraskýrslu látins manns fyrir almannasjónum. Það brýtur á mannorði hans. Þú hlýtur að sjá það. Fjarlægðu nú þetta fljótt svo ekki hljótist skaði af. Hugsaðu málið. Virðingarfyllst.
Guðmundur Pálsson, 28.3.2007 kl. 14:07
Já þú segir nokkuð. Við lestur skýrslanna fór stundum í gegnum hugann að ástæðan fyrir allri þessari leynd sjúkraskýrslna væri kannski helst að læknar vildu fela eigin gerðir, þó ég geti ekki sagt að eitthvað sérstakt styngi í stúf í þessum skýrslum, hugsað vel um afa minn ef ég skil rétt.
Hvað finnst þér þá um þetta. Nú er sagt í dag að listmálarinn Van Gogh hafi sturlast vegna lyfja sem læknar gáfu honum. Finnst þér að það eigi að fara leynt og engin að vita. Málið að Jóhannes Kjarval listmálari var þjóðþekkt persóna, meira en það, þjóðþekktasta persóna Íslands á sínum tíma. Nú var hann lokaður á Geðedild síðustu æviár sín og að sjálfsögðu á þjóðin að vita hvers vegna. Ef svo væri að hann hefði verið lokaður inni að tilefnislausu (sem ég tel ekki) yrði þjóðin svo sannarlega að vita af því.
Ég held að það sé á hreinu að það voru mistök hjá læknum að setja afa minn eftirlitslaust á þessi tvö geðlyf sumarið 1968 og að þjóðin hafi rétt á að vita það með fjölskyldu hans. Mér finnst þú Guðmundur kominn á heldur hálann ís með að fullyrða að ekki sé rétt að birta þessar skýrslur. Afi er búinn að vera látinn nú í meira en 30 ár og þetta lítið annað en hluti af sögu Íslands. Kv Ingimundur Kjarval
Ingimundur Kjarval, 30.3.2007 kl. 17:06
Blessaður Ingimundur. Ég skil hugmynd þína. Þú nefnir fyrst að ætla mætti að læknar vilji tryggja leynd sjúkraskýrsla til að fela eigin gerðir. Það tel ég vera hæpið. Athugaðu að maður getur fengið afrit af skýrslu sinni frá hvaða heilbrigðisstofnun sem er, rannsakað hana og gert athugasemdir við lækninn sjálfan eða eftirlitsaðila heilbrigðiskerfisins, Landlæknisembættið.
Þú færð ekki marga með þér í þessu máli ef þú ferð svona að. Hinsvegar marga á móti þér - að líta ekki á einkalíf föður þíns og sérstaklega veikindi hans eins og þau koma fram í sjúkraskýrslu síðustu árin sem friðhelg. Hvað heldur þú að myndi gerast ef einhver ættingja HKL myndi birta skýrslur hans fá Reykjalundi síðustu árin? Hvaða ummæli fengi sú manneskja? Þú verður að gæta heiðurs þíns einnig Ingimundur.
Hitt er annað, að ég veit ég hvað vakir fyrir þér með því að birta skýrslurnar. Og vel getur verið að það hafi verið brotið á rétti þínum í einhverjum atriðum. En það bætir ekki málstaðinn og persónulega finnst mér þú fara rangt að.
Guðmundur Pálsson, 3.4.2007 kl. 02:04
Sæll Guðmundur. Ég sagði að við lestur skýrslanna fór stundum í gegnum hugann, sem þýðir að ég var ekki með fastmótaða skoðun á því.
En þú sem læknir hlýtur að viðurkenna að það hafi verið meiriháttar mistök að setja gamalmenni á lyfin Diazpam (Valíum) og Artane án nokkurs eftirlits, sérstaklega þega vitað var að hann drakk áfengi. Og ef þú efast um það vil ég vitna í bók Indriða G. Þorsteinssonar sem var í raun opinber æviritari Kjarvals, launaður af ríkinu í 10 ár við það í bitlingi allra bitlinga:
Ingimundur Kjarval (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.