Sjúkraskýrsla Jóhannesar Kjarval listmálara.

Ástæðan fyrir þessum skrifum eru sjúkraskýrslur Jóhannesar Kjarval listmálara heitins afa míns. Ég sá þær fyrst fyrir tveimur vikum þó að lögmenn og dómari í Kjarvalsmálinu hafi haft þær undir höndum lengi. Fjölskylda Kjarvals ekki fengið að sjá þær hingað til.

Ég komst yfir þessar skýrslur þegar ég var á Íslandi, hvernig get ég ekki sagt frá en á mína ábirgð verði ég lögsóttur fyrir að birta þær.

Ekki skil ég leyndina eftir að hafa lesið þær, ekkert sem eyðileggur orðstír afa míns að mínu mati, aðeins sjúkrasaga gamalmennis. Í raun sterkari lýsingar í bókinni “Kjarval” á geðástandi afa þetta haust.

Ástæðan fyrir þessum skrifum er að reyna að sannfæra ykkur um að afi hafi verið óhæfur til að gefa mestallt sitt úr vinnustofu sinni 7. nóvember 1968, sem hann gerði ekki, ekkert til frá honum um þann vilja, eingöngu fullyrðingar mörgum árum seinna frá starfmönnum Reykjavíkurborgar sem tóku munina og leigubílstjóra sem keyrði afa minn.
Jú, dagbók eftir son starfsmans Reykjavíkurborgar sem kom fram 14 árum eftir meintan atburð.

Ég vil biðja lesanda að horfa á myndina, tekna af Kjarval áður en hann er lagður á Landspítalann 28. janúar 1969. Ég sé gamalmenni sem er að deyja úr hungri, tek fram að ég veit ekki hvenær þessi mynd er tekin, heimildir um það líklega hjá Morgunblaðinu. Í því sambandi vil benda á lýsingar á næringarástandi afa í sjúkraskýrslunum.

Hér eru lýsingar úr bókinni nefnd hér á undan, textinn Silju Aðalsteinsdóttur. Á bls. 592. haft eftir Ólafi Maríusyni. Sterkari lýsing en nokkuð í skýrslunum: “Þegar ég sá hann í síðasta skipti var hann fluttur inn á Hótel Borg, orðinn sjúkur maður” segir Ólafur Maríuson. “Þetta var um vetur, það var kalt úti og slydda og hann kom að glugganum á búðinni. Hann var í frakka, nærbuxum og berfættur í skónum og ég ætlaði að spana út til hans og hjálpa honum. En hann vinkaði bara og var horfinn. Ég sá hann aldrei meir.” Við vitum ekki hvenær þetta var nema fyrir 28. janúar 1969 þegar afi var lagður inn, kom aldrei af spítalanum aftur.

Á sömu bls. er önnur lýsing. Jón Þ. Ólfasson gaf skýrslu um þetta í Héraðsdómi og sagði þessa frásögn ekki rétta, hann sjálfur en ekki faðir hans sem hjálpaði föður mínum að hemja afa: “Jón Þ. Ólafsson, sonur Ólafs Þórðarsonar, systursonar Jóhannesar, minntist þess að Sveinn Kjarval hefði hringt í Ólaf meðan Jóhannes var enn á Hótel Borg og beðið hann að hjálpa sér með pabba sinn. Þegar Ólafur kom inn á hótelið æddi gamli maðurinn um hótelherbergið á grænum ullarbol en engum brókum og heimtaði að fara upp á Kjalarnes...” Frásögnin heldur áfram en sleppt hér.

Mikilvægt atriði að afi minn var lagður inn á Landspítalann sumarið fyrir þetta haust til rannsóknar og var á spítalanum í nokkra daga. Ástandi hans lýst og er í þessum sjúkraskýrslum. 23. júlí 1968 eða rúmlega þremur mánuðum fyrir þessa meintu gjöf hans. Afi þá settur á tvö vanabindandi geðlyf (Artane og valíum). Ég er sannfærður um að afi hafi sturlast af þessum lyfjum og heilsan hrunið, þau jafnvel ástæðan fyrir lýsingunum hér á undan og ástandinu samkvæmt skýrslunni 28. janúar 1969. Þegar byrjað er að taka þessi lyf er ekki hægt að hætta, fráhvarfseinkennin óviðráðanleg, sérstaklega fyrir gamalmenni sem drakk áfengi. Tekið fram í viðvörunum um Artane að varasamt sé að gefa gamalmennum vegna hættu á ruglástandi, einnig að ekki megi drekka ofan í lyfið.

Annað mál að terpentínan sem málarar nota á að hafa áhrif á taugakerfið og þau kannski upphafseinkennin sem Kjarval fer í læknisskoðun út af um sumarið. Hver sem sér þessa mynd hlýtur að skilja að þarna er 83 ára sjúklingur sem var óhæfur að gefa eigur sínar, sérstaklega þegar tekið er tillit til hegðunar hans samkvæmt þessum lýsingum á undan og ástands hans 28. janúar 1969 þegar hann er lagður inn til langframa.

Mín sannfæring að ástand hans þá hafi verið vegna lyfjanna sem hann var á, hann ekki ráðið við þau, sem sagt læknafúsk. Viðurkenni að ég hef enga sannanir fyrir í því.

Ég trúi því að dómari hefði aldrei þorað að fella þennan dóm hefði málið fengið eðlilega umfjöllun í fjölmiðlum, sem það fékk ekki. Eða ef sjúkraskýrslurnar hefðu verið opinberaðar í byrjun, þess vegna að þeim var haldið leyndum. Margar ástæður fyrir því að þessi dómur var út í hött sjúkraskýrslurnar bara ein, en ég bara að fjalla um þá hlið núna.

Hér á eftir er sjúkraskýrslan þegar afi er lagður inn á Landspítalann 28. janúar 1969, svo við höfum einhver fastan punkt í þessu öllu. Fleiri munu fylgja

______________________________________________________
LANDSPÍATALINN
HANDLÆKNISDEILD

____________

Sjúklingur Jóhannes Sveinsson Kjarval

Aldur f. 5.11 1885

Heimili Sigtún 7. Rvík

Kom á spítalann 28.1. ’69 Fór 18.2 ’69 á geðdeild Bsp.

Kom vegna

Sjúkdómsgreining spítalans Confusio mentis (rugl, óráð. Þýðing geðlæknis)

Svo er listi yfir rannsóknir sem voru gerðar, blóðþrýstingur og annað sem ég sleppi.

Undirskrifað 22.2 ’69
Snorri Hallgrímsson spítalalæknir

Svo eru færslur sem gerðar voru á Landspítalanum hægðir og annað sem skiptir ekki máli í þessu sambandi.

Daginn sem hann er færður af Landspítalanum á geðdeild Borgarspítalans18. 2 ’69 er þessi færsla:

83 ára gamall listmálari, sem hefir hrörnað mjög bæði psychiskt og fysiskt á undanförnum mánuðum. Hann var við komuna sérstaklega mjög magur, frekar þurr og áberandi ruglaður. Var ekki almennilega klár á stað og stundu. Hann kvartaði um hægðatregðu og óþægindi við að hafa hægðir og þótti því ekki ólíklegt, að um maligna laesion í tractus gæti verið að ræða, sérstaklega m.t.t þess, hve mikið hann hefir lagt af undanfarið.

Skoðun hefir þó ekki leitt neitt slíkt í ljós og finnst ekkert sem bendir til malignitets. Fysiskt ástand hefir heldur batnað meðan hann hefir verið hér á deildinni, hann hefir borðað all sæmilega og þarmafunctionhafa verið nokkuð eðlileg. Samkvæmt niðurstöðu af psychiatriskri consultation (K.S.), hefir sj. fengið chlorpromazin 150 mg. Á dag með nokkrum árangri, en hefir þó öðru hvoru veriðó rólegur, viljað fara út og verið mjög ruglaður. Þess á milli hefir hann verið rólegur og sæmilega skýr og hefir þá þekkt fólk í kringum sig.

Síðustu dagana hefir hann fengið 200 mg. Á dag og auk þess artaen 6 mg. daglega. Enfremur B-combin og ascorbinsýru og mebumal natríum 20 cg. undir svefn. Síðustu dagana hefir nokkuð borið á bjúgi á fótum.

Sj. Er í þörf fyrir pyschiatriska meðferð og er því útvegað pláss fyrir hann á Borgarspítala, geðdeild. Hann fer þangað í dag.


__________________________________________________________

Þetta er sem sagt skýrslan frá Landspítalanum. Fleiri skýrslur seinna. Takið eftir hvað mikið er fjallað um holdafar afa og að honum hafi farið fram þennan tíma sem hann var á Landspítalanum. Þýðir aðeins eitt, afi var hættur að borða almennilega áður en að hann var lagður inn.

Og ég spyr getur þú verið í nokkrum vafa að hann afi minn Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari var óhæfur um að gefa nærri allt sitt í burtu rúmlega tveimur mánuðum áður en þessi skýrsla var skrifuð. Fyrir utan að ekkert er til frá honum um þann vilja.

Kv. Ingimundur Kjarval
Höfuðmynd af Kjarval IIIi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband