4.1.2011 | 03:00
Kapitalismi eða spilling.
Kapítalismi v. allt annað.
http://silfuregils.eyjan.is/2011/01/03/hannan-a-bandarikjamarkadi/#comments
Egill Helgason fer mikinn í síðasta bloggi sínu um muninn á Evrópu og Bandaríkjunum. Merkilegt að Egill sem er auðsjáanlega djúpfróður um ótrúlegustu hluti geti rætt af slíku þekkingarleysi um Bandarískt þjóðfélag. Skiljanlegt þó, hann eins og ég uppalinn á Bandaríkjahatri, eitthvað sem við losnum aldrei við. Hann segir:
að stór hluti Bandaríkjamanna hefur varla aðgang að heilsugæslu, að menntunin sem snauðu fólki í Bandaríkjunum er boðin er skammarleg, að að minnsta kosti 50 milljón Bandaríkjamenn lifa undir fátæktarmörkum, að vinnandi fólk í Bandaríkjunum nýtur mjög takmarkaðra réttinda, fær varla sumarfrí og að nánast hvergi í heiminum er ójöfnuður meiri og hefur farið mjög vaxandi. Bankar og auðhringir hafa algjört kverkatak á samfélaginu.
Bara að hinn sanni sannleikur er miklu flóknari. Bandaríkin eru nútímaríki ofan í frumstæðari þjóðflokka meðan að í Evrópu var þeim útrýmt fyrir árþúsundum, heilar þjóðir herleiddar, seldar í þrældóm eða bara murkaðar niður í þjóðarmorðum. Þetta gerðist aftur og aftur í sögu Evrópu. Saga Bandaríkjanna kannski ekki mikið bjartari bara miklu styttri. þjóðskipulag Bandaríkjann akom nærri óbreytt frá Evrópu, sérstaklega Bretlandi, það hinn bandaríski veruleiki. Má vel vera að bandaríska stjórnarskráin sé eitt merkilegasta plagg sögunnar en hugmyndirnar í því flestar fæddar í Evrópu
Egill minnist ekkert á að bandaríska heilbrigðiskerfið hefur bæði medicaid og medicare, kerfi gerð fyrir aldraða og tekjulitla. Það að bandarísk þjóðfélag virkar ekki í dag hefur akkúrat ekkert að gera með þjóðskipulagið, spillingin sem grefur undan öllum stoðum þess.
Sovét kerfið virkaði þangað til spillingin bar það ofurliði. Ísland hrundi ekki vegna þess að kapítalisminn gengur ekki upp, spillingin sem eyðilagði allt sem við vorum alin við að væri rétt og satt, Ísland étið innan frá af spillingu þangað til allt hrundi. Bara það að Ísland komst á lista yfir minnst spilltu þjóðir heims var spilling. Þeir sem áttu að vakta þjóðfélagið, gáfu því þessa einkunn meðan þeir sjálfir voru á kafi í spillingunni, íslenskir blaðamenn.
Það er talið að spilling í bæði Medicaid og Meidcare kerfunum kosti bandarísk þjóðfélag um 80 milljarða dollara ári.
Spillingin grefur um sig allstaðar. Dómsmálaráðherra Íslands vék frá í nokkra klukkutíma, vegna þess að viss vann fyrir hann, svo að annar ráðherra gæti skipað sama, son þriðja ráðherra, sem dómara á Íslandi.
Þessi gerningur hefur svo staðið í mörg ár og engin vilja taka á honum. Það er spilling sem er að eyðileggja allt, ekki hlýnun loftslags, fasteigna bólur, kapítalisminn eða aðrar þjóðfélagsgerðir heldur spillingin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.