13.4.2007 | 01:53
Pólskir arabahestar.
Jæja, ekki var blogginu eytt og það gott mál. Hér með búinn að opinbera sjúkraskýrslur afa míns. Hér eftir mun ég skrifa um daginn og veginn, alla veganna mér til ánægju.
Þeir sem vilja kynna sér Kjarvalsmálið geta þá farið á þennan link: www.kjarval.blogspot.com
Fékk þessa mynd (ef hún kemur fram) senda af "the blue angles" sem hafa sýnt á Íslandi ef ég veit rétt, myndin tekin áður en turnarnir tveir féllu.
Myndin fyrir ofan af Debbíe og folaldinu hennar frá því í fyrra, heitir Adam, eða til þess að vera nákvæmari Aadam, Adam upptekið í ræktunarskrá Arabahestaræktunarfélagsins. Nú er Dabbíe með öðru folaldi, líkist helst tunnu með fjórar fætur, folaldið ætti að koma í heiminn hvenær sem er. Kannski set ég mynd af því líka
Aadam er þó ekki venjulegur Arabahestur heldur pólskur arabi, kyn hesta ræktað í aldaraðir í Póllandi. Fyrr á öldum var stríðhesturinn jú mikilvægasta vopnið þó þeim væri ýtt til hliðar með nýrri tækni. Stríðshestar ennþá mikilvægir í seinni heimstyrjöldinni og Pólverjar riðu líklega á þessum hestum gegn þýsku skriðdrekum þegar þeir töpuðu fyrir Þjóðverjum. Þetta hestakyn hvarf svo nema örfáir hestar sem Þjóðverjar fluttu sem stríðsfang til Tékkóslóvakíu.
Þegar bandaríski herfshöfðinginn Patton æddi svo inn í Evrópu í kapphlaupi við Rússa, komst hann alla leið til Tékkslóvakíu, þar sem hann fann þetta stóð og lét flytja til Bandaríkjanna. Patton fórst svo í slysi í Berlín í lok stríðsins, sagt að Rúassar hefðu myrt hann með þvi að láta hestvagn renna niður brekku á hershöfðingjann.
Patton var mikill andstæðingur Rússa og rak áróður fyrir því í lok stríðsins að hervæða leifar þýska hersins, fara alla leið til Moskvu og losa okkur við Stalín. Hvernig væri heimuirnn í dag ef að Patton hefði lifað og komið þessari ætlun sinni í verk?
Patton bjargaði víst öðrum hestakynum í Evrópu, byrjaði sína hermennsku í Bandaríska riddaraliðinu og elskur að hestum. Ég hef verið með þetta kyn og ræktað í nokkur ár og orðinn hugfanginn af þeim. Meira um það seinna og jafnvel myndir.
Kv Ingimundur Kjarval